
Annars er allt fínt af mér. Ætla að reyna að vinna mér inn einhvern pjéning þar til ég byrja aftur í H-skólanum. Heimspekin byrjar ekki fyrr en 13. janúar þannig að ég ætti að ná að skrapa einhverju saman. Ég fór að sjá The Two Towers áðan, eða eins og stóð í Mogganum, The Twin Towers. (how stupid can you get? pretty stupid I guess...). Hún er bara helvíti góð og veit á gott. Næsta mynd verður örugglega sú besta. Þessi mynd er jafnvel betri en byrjunin og hlakka ég til að sjá lengri útgáfuna á DVD, því lengri útgáfan af fyrstu myndinni var þónokkuð betri en það sem fór í bíó. Ekki gleyma að kíkja á iCeBloG!
..:: lord of the mag ::..