miðvikudagur, janúar 22, 2003

Hvað segja rúsínubændur þá?

Ekki viðrar vel á landann. Hann er frosinn og ég þarf að fara að blanda meira. Neeeeiiii... ég geri ekki svoleiðis. (áhugasamir hafið samand í síma 421-LNDI).

Af einhverjum ástæðum virðist ég ekki geta sagt orð af viti á þessari síðu. Kanski er það af því að ég geri það ekki yfirleitt hvort sem það er á netinu eða annarsstaðar. Og víst getur talist að það skánar ekki með heimspekinni.

Ég var næstum ánægður hvað allir voru fúlir að ég er ekki að fara til Lúx að keppa. Ég er greinilega alveg ómissandi. Allavega, gangi ykkur vel þið sem farið. Persónulega nenni ég ekki að fara í svona ferð sem er bara fljúga út, keppa, fljúga heim. (fyrir utan að ég er í skólanum og hef ekki efni á þessu). Samt er alltaf gaman að fara svona ferðir, bara uppá félagskapinn þú skilur. Djöfull er annars kalt. Erfitt að fá sig til að fara útúr húsi í svona veðri, og hvað þá til þess að synda. Og hvað þá kl. 5.45 á morgnana. Enda var ég stone-asleep í morgun þegar ég átti að vera að synda. Ég held að undirmeðvitundin hafi bannað mér að vakna. Talandi um að vakna. Ég er farinn að sofa. Hvað finnst ykkur annars um South Park karakterinn sem ég bjó til? (þetta á að vera jég þú skilur...)
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus