mánudagur, janúar 20, 2003

Orð dagsins

Feimon; sá eiginleiki að vera feimin/n við ákveðinn hóp fólks en ekki annan, sbr. að vera feimin við sér eldra fólk en ekki annað. Orðabók menningarsjóðs er alveg að fara að taka við sér...

Hafiði annars tekið eftir því hvað allt er miklu raunverulegra á morgnana? Allt sem virtist gáfulegt á kvöldin virðist heimskulegt þegar maður vaknar. Það er eins og maður sofi úr sér heimskuna... eða sofi í sig leiðindin, ég veit ekki alveg. En allavega, raunveruleikinn er alltaf mestur á morgnana hjá mér og held að það gildi það sama um aðra. Vindsamlegast notið svo interactiv fídusana hér á síðunni meira, þetta er til háborinnar skammar! Svona! Ýttu á Shout Out takkann og tjáðu þig manneskja! Í guðanna bænum. Svo geturu sent mér smáskilaboð með því að smella hér til vinstri. Gaman að því.
..:: mag in da house ::..
blog comments powered by Disqus