
Sumarbústaðurinn var æpandi sgnilld!!! Djöfull var gaman! Ég ásamt öllum eldri sundkrökkunum fórum í bústaðinn ömmu og afa og, tjah, long story short, ég er með harðsperrur. Svo gaman var hjá okkur. Við lékum á alls jón oddi, goldenæ fékk sér í kjálkann, sjæsen flippaði í stuen, irish coffey sötraði, bjöggi tók lagið, öddi rotaðist, elín smælaði framan í heiminn, og bústaðurinn nötraði. Ég var ekki kominn heim fyrr en klukkan átta í kvöld því við eyddum deginum í chilli í bústaðnum og sundlaug Selfoss og á pulluvagninum. Þetta verður endurtekið. Ég endurtek endurtek endurtek endurtek endurtek endurtekið! Myndavélin mín var vakin úr dvala og fékk sko aldeilis að vinna fyrir kaupinu sínu, og munt þú aldrei fá að sjá þær myndir. Já, svona er lífið skemmtilegt.
Sextíu stykki manns eru komin í iCeBloG og er það vel. Fólk er líka að vakna úr bloggdvala hér og þar. Hist og her. Hlemmi racer og ghettó kids. Þau eru einmitt með svaka sögu úr ghettóinu, þar sem eiturlyf, vændi, Ólafur Ragnar Grímsson og Elvis-dvergar koma við sögu! Ok kanski ekki alveg, en allavega eiturlyf og innbrot og dópistar og löggan og læti. Minni einnig á linkasafnið því það er alltaf eitthvað að bætast við og fer það rakleiðis í Nýtt. See you spoon.
..:: magchen in action ::..