laugardagur, janúar 25, 2003

Af hverju er ljótt að stara?

Ég fór á sundæfingu í morgun. Í pottinum eftir æfinguna var stelpa, jah ég segi stelpa, ætli hún hafi ekki verið svona 25 ára. Og hún var svona 9,0-9,5 ég get svo svarið það. Hún var svaðaleg og það var erfitt að koma sér uppúr pottinum. Hún fær mörg hundruð punkta í kladdann hjá mér bara fyrir að vera til. Og enn fleiri af því hún var 2ja barna móðir, og að hún skuli ná að halda sér svona ótrúlega vel. Það er annars ótrúlega sjaldgæft að stelpur komist ofar heldur en 9,0. Það er næstum óhugsandi að ná 10,0 og held ég að ein af fáum ef ekki sú eina sem hefur komist svo hátt hjá mér nýlega er Jennifer Love Hewitt. Annars er þetta kerfi varla neitt sem má ræða um við stelpur þannig að ef þú ert kvenkyns þá lastu þetta aldrei. (Og svo er ég að segja að stelpur dæmi fólk á útlitinu! Munurinn er bara að strákar meina yfirleitt ekkert með þessu, þetta er ósköp sakaust).

Svo var einhver kall í sundi með familíuna og hann var með flottasta skalla sem ég hef séð. Hann var nákvæmlega eins og ljósapera í laginu! Djöfull var það fyndið, verst að það var enginn til að deila með mér gleðinni þegar ég sá þetta. Algjör snilld, peruskalli!

Ætli maður kíki ekki bara á Gauk á stöng í kvöld og tylli sér niður og hlusti á trans tónlist yfir ólgandi kaffibolla. Neeeiii, svoleiðis gerir maður ekki. Maður fer og dansar þar til maður stendur ekki lengur í lappirnar vegna ofþreytu og ofþornunar, og það er návkæmlega það sem ég ætla að gera. Djöfull held ég að það verði gaman!

Lesið svo endilega bloggið hans Tomma. Hann og Björn og Sigrún eru í geggjaðri Evrópureisu og það er ótrúlega gaman hjá þeim að sjálfsögðu. Annars óska ég ykkur bara gleðilegrar helgar!
..:: transchen ::..
blog comments powered by Disqus