
Ég er ekki sammála þeim sem segja að Ingibjörg Sólrún hafi skotið sig í fótinn með ákvörðun sinni um að taka þátt í landspólitíkinni. Hún skaut sig í hausinn. Þetta var pólitískt sjálfsmorð, amk á alþjóðlegan mælikvarða en greinilega ekki á íslenskan. Og svona áður en hún víkur sem borgarstjóri tekur hún þátt í að kljúfa flokkinn sem hún er í í einu mesta deilumáli síðari ára í íslenskri pólitík. Sem leiðir hugann að Kárahnjúkavirkjun.
Ég hef ekki enn tekið afstöðu í Kárahnjúkamálinu öllu. Auðvitað þarf að laga atvinnuástandið og gera eitthvað í landsbyggðarvandamálinu en ég er ekki viss um að það þurfi að steypa þjóðinni í stórfelldar skuldir til þess. Að byggja þjóðgarð á þessum stað er það heimskulegasta sem ég hef heyrt síðan Ástþór Magnússon opnaði síðast á sér kjaftinn. En ég neita að trúa því að enginn geti sest niður og skoðað málið frá öllum hliðum! Þar þetta allt að vera svona rosalega svart og hvítt? Þetta er fáránleg staða sem er komin upp. Haldin er þjóðhátíð á Austfjörðum á meðan 101 mussubjánar grenja fyrir utan ráðhúsið. Eins sorglegt og það er þá er ég næstum sammála Sigurjóni Kjartanssyni sem drullaði yfir alla í þessu máli. Ég held að enginn hafi rétt fyrir sér, því þetta er ekki bara plús eða bara mínus. Þetta er of stór áhættufjárfesting og er ég því helst á þeirri skoðun að annað hvort sleppa þessu eða skoða þetta almennilega og að minnsta kosti að klára samningaviðræður við Alcoa fyrst, þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.
Ég á enn eftir að tala um Björn, ljótasta mann landsins, og Össur skræfu, en ég læt það bíða betri tíma. Já það er sem ég segi. Pólitík er fáránleg hér á landi, og ef ég héldi að ég gæti breytt einhverju um það þá byði ég mig fram til forsætisráðherra á stundinni. Ég hef séð hvað pólitík hefur gert við menn og það er ekki fallegt, hvort sem þeir eru vinstri grænir í framan og við það að æla útaf misþyrmingu náttúrunnar, eða eldrauðir í framan og við það að springa úr oflæti og valdabruðli. Rauður has spoken.
..:: mac politic ::..