þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Var að skoða síðuna hans Marvins, og hugsaði með mér. "Djö**** langar mér í svona chat eins og hann er með!" Og viti menn! Ef þú kíkir hér til vinstri á síðunni, í litlum grænum ferhyrningi, þar er nýja chatterboxið mitt! Þannig að ef þú hefur eitthvað við að bæta, eða langar að segja eitthvað um það sem ég er að skrifa (eða bara hvað sem er), þá endilega gerðu það! Það er bara gaman að því.
Annars er af mér að frétta að í kvöld mun ég gera mér ferð í höfuðborgina, líta við á KFC (að sjálfsögðu! þarf varla að taka það fram!), og kíkja svo í álfabakkann í bíó. Nebblega helvíti sniðugt þriðjudagstilboð í gangi þar sem ég hef verið allt of lélegur í að nýta mér. Ég ætla að sjá Insomnia með Al Pacino og Robin Williams á 400 kr. og hlakka mikið til. Ef einhvern langar að skella sér með mér í Tower Zinger Barbeque, og kíkja í kvikmyndahús á vægu verði, er honum velkomið að bjalla í mig. :)
Og Einar, það er rétt!!! Ég varð alveg snælduvitlaus þegar ég las þessa ömurlegu gagnrýni þína á ( )! Til hvers að nýta sér víðáttur internetsins til að dreifa þvílíkri og annari eins vitleysu!!?? Ég meina, til hvers er málfrelsi á Íslandi ef fólk ætlar að fara að halda fram þvílíkri endeimis þvælu eins og vall útúr þér í þessari gagnrýni!? Ég mun innan skamms birta mína eigin, réttu, gagnrýni. Kæri lesandi, ekki hlusta á Einar. Hann veit greinilega minna í sinn haus en nokkurn mann óraði fyrir.
..:: rauður elskar kfc og sigurrós ::..
blog comments powered by Disqus