miðvikudagur, júní 18, 2003

Hæ hó jibbý jei...


Ég komst loksins í bústað eftir dúk og disk. Og það tvisvar. Ég fór ekkert á laugardaginn. En á sunnudaginn fórum ég og cookie og goldeneye og kíktum í bústað, potturinn kominn og svona. Djöfull var það næs. Brunuðum svo í kef í gær og skiptum um bíl, tókum sundæfingu, pikkuðum Nong upp og brunuðum aftur í bústað. Pæliði að nenna þessu. En þetta var vel þess virði. Ýkt gaman í gærkvöldi og þvílíkt sem við getum hlegið að engu. Chilluðum svo í bústaðnum í dag, og þá meina ég sko chilluðum. Við gerðum svo ekki neitt að það er ekki fyndið. Ef einhver hefur nokkurntíman sagst hafa gert minna en við gerðum lá lýgur sá hinn sami. Við lágum bara eins og illa gerðar hrúgur og allt í einu voru liðnir sex klukkutímar! Það er gott að gera ekki neitt. Við hlógum að vísu áfram eins og fávitar og ég er endanlega búinn að sannfærast um að við séum allir geðsjúkir. En það er nú bara af hinu góða. Ða. Einkahúmor er frábær, en ég held ég sé alveg kominn með minn skammt fyrir vikuna eða mánuðinn. Nenni ekki einu sinni að brosa eða hlæja lengur. Svo er það bara vinna í tvo daga, frí í þrjá, og svo verður flogið til kóngsins Köbenhavn!! Roskilde baby!!! Gleðilega þjóðhátíð.
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus