mánudagur, júní 23, 2003

Does it get any better than this...?


Þá er maður bara á leiðinni út á morgun! Ég ætla að reyna að skrifa hjá mér þá tónleika sem ég fer á og hvað mér fannst um þá á hverjum degi svo ég gleymi því ekki, en það er ekkert víst að ég nenni því. Þið fáið samt pottþétt skýrslu hérna á blogginu um hvernig var þegar ég kem heim. Ég hef einhvernveginn á tilfinningunni hvernig hún verður. En það verður samt að koma í ljós. Við fljúgum seinni partinn á morgun og verðum því komnir til Hróarskeldu annað kvöld. Vonandi verður eitthvað laust pláss á tjaldsvæðinu því við ætlum að reyna að koma upp ágætis Keflavíkur-tjaldbúðum. Það er slatti af Keflvíkingum að fara þannig að þetta verður eflaust geggjað stuð. Ég verð með símann minn úti þannig að endilega sendið mér sms ef þið eruð farin að efast um að það sé gaman hjá mér. Ég fer með eiturgulan regngalla með mér þannig að ef það verður rigning þá verður hægt að finna mig hvar sem er. Djöfulsins athyglissýki alltaf hreint.

Mér finnst magnað hvað það eru margir sem tala um hvað þá langi mikið að fara sem hafa svosem enga góða ástæðu fyrir því að fara ekki. Auðvitað eiga þeir sem langar að fara bara að skella sér. Ekkert væl. Öll þið sem eruð búin að öfunda mig svo mikið, þið mætið bara á næsta ári með mér! Amk var Tommi búinn að lofa mér að það væru 99% líkur á því að ég fari aftur, þannig að ég verð eflaust þarna á næsta ári! :)

En núna segi ég bara góða nótt. Kominn í bloggfrí í rúma viku. Kem aftur þriðjudaginn fyrsta júlí ef allt fer að óskum og blogga þá svakalega um þessa ferð. En þangað til þá, skemmtið ykkur á klakanum vinnandi og hugsandi til mín á djamminu í Danaveldi með Metallica og fleirum snillingum! Bæbæ!
..:: roskilde 2003 man ::..
blog comments powered by Disqus