föstudagur, júní 06, 2003

Fyrirgefðu Einar...


Það er svakalega fínt að leggja sig í vinnunni. Jújú, stundum þarf maður að láta sér nægja að liggja á nokkrum þunnum teppum á hörðu gólfinu með lítinn flugvélakodda undir hausnum en þá verður maður bara að hugsa til allra litlu barnanna í Afríku sem fá ekkert að leggja sig í vinnunni. Maður er yfirleitt svo þreyttur af svefnleysi að maður rotast um leið og maður leggst þrátt fyrir aðstæður sem eru ekki hvítum, svörtum, gulum eða regnbogalitum mönnum bjóðandi. Það er annars merkilegt, og þyrfti helst að kalla mannfræðing til, að heyra allar þessar mismunandi hrotur í þessum köllum sem vinna með mér. Ég bíð bara eftir því að einhver þeirra vakni við að hafa sprengt í sér hljóðhimnuna! Þeir láta ansi hátt og eru frumlegir í þessu, allskonar hljóð sem þeir geta framkallað án þess að vita af því.

Nú eru einungis tæpir tuttugu dagar í Roskilde Festival og þó er ég lítið farinn að hlakka til. Þetta er nú svosem alveg að reddast og þó ég eigi ekki flugmiða enn sem komið er þá enda ég í Danmörku fyrr eða síðar. Það er nefnilega sjúklega mikið flogið til kóngsins Köbenhavn frá Íslandi og ef það er ekki eitt skitið sæti laust fyrir my skinny ass í einni af þessum vélum þá... þá... kemst ég bara ekkert út á réttum degi. Ég verð nefnilega að fljúga á standby því ég nota frímiða en ég er ekkert að kvarta því ég fæ ferðina á kúk og kanel. Ef ég kemst svo ekki heim á mánudeginum þá get ég gist í Köben hjá vinkonu mömmu minnar sem á heima rétt hjá flugvellinum þannig að þetta verður allt í himna lagi held ég barasta. Ég held samt, þrátt fyrir litla sem enga tilhlökkun, að þetta verði alveg sjúklega gaman. Ég veit að minnsta kosti að ef ég væri ekki búinn að kaupa mér miða á hátíðina núna og allt liti út fyrir að ég færi ekki þá væri ég á meiri bömmer en mamma ykkar eftir að þið komuð í heiminn. Af hverju þurfti ég að koma með skot á alla sem lesa þetta svona uppúr þurru spyrðu kannski núna. Og svarið færðu ekki.

Úbs. Þessi frétt fékk mig til að velta vöngum yfir því hvort þetta sé mér að kenna. Það brotnaði eitthvað spjót í fluginu hjá smáþjóðaleikaliðinu á leiðinni út, og ég var að hlaða flugvélina þeirra! Það var vesen að koma þessum spjótum og stangastökks-stöngum fyrir, en það gekk alveg. Held að ég hafi ekki brotið neitt. Annars tók ég töskuna hans Gulla og hans Birkis og strípaði þær með böndum sem eru notuð til að festa niður viðkvæma hluti. Ég setti alveg fulllt af strípum á þær báðar og batt milljón hnúta þannig að það var hellings vesin að losa þetta og þeir vönduðu mér ekki kveðjurnar þegar þeir komu út. Afraksturinn má meira að segja sjá í Mogganum s.l. mánudag, framan á íþróttasíðunum! Þar er mynd af Gulla og Ödda að koma á hótelið, og taskan hans Gulla er neðst á myndinni og alveg í klessu! Það var ýkt fyndið að sjá þetta. Lítið má maður gera án þess að það byrtist mynd af því á forsíðu moggans. Eða svona næstum.

Þessi helgi verður all svaðaleg. Á morgun fer ég uppá kanavöll þar sem ég er boðinn í mat því vinkona mín hún Bjarney er að flytja til Ameríku fljótlega. Aðallinn minn gamli verður þar og það verður voða gaman held ég. Ódýrt áfengi amk! Og það veit á gott. Annars langar mig rosalega mikið að enda á Broadway þar sem einhverjir snillingar ætla að blasta techno tónlist í hæsta gæðaflokki. Þar verða dansarar í búrum og ef ég þekki yours truly rétt þá mun hann reyna að toppa þá alla með tölu í dansinum! Djöfull finnst mér gaman að taka flippið með svona tónlist og sérstaklega við svona aðstæður þar sem mikið er lagt í allt saman, hljóð og ljós og umhverfið og svona. Úff. Ég er búinn að ætla að fara á hvert einasta af þessum Dreamworld kvöldum sem hafa verið haldin á Broadway, en það er bara næstum enginn sem ég þekki sem fílar þessa tónlist jafn mikið og ég þannig að enginn nennir með mér. Dem. Hér með lýsi ég eftir einhverjum sem langar að koma með mér á Broadway og eiga rólega kvöldstund yfir rjúkandi kaffibolla við dúndrandi techno tónlist frá einhverjum snilldar plötusnúðum einhverstaðar úr Evrópu. =>8671186.
..:: magchen in techno action ::..
blog comments powered by Disqus