Pollrólegur alveg
Helgin var alveg meira en viðburðarík hjá mér. Ég er svo búinn á því, ég er miklu þreyttari eftir fríhelgi en eftir vinnuhelgi. Á föstudaginn fór ég í mat uppá völl með aðlinum mínum gamla, og það var bara líka svona helvíti gaman. Eftir að við höfðum borðað þá fórum við í nýja drykkjuleiki, alltaf gaman að læra nýja svoleiðis. Svo varð ég nottla að stinga af í bæinn því technofríkið í mér braust út með látum. Stefnan var tekin á Broadway en snúið snarlega við þegar ekkert var í gangi þar. Það var búið að færa Pacha kvöldið niðrá Felix þannig að við fórum bara þangað. Það var helvíti fínt, dönsuðum eitthvað fram eftir nóttu og ég fór allt of seint að sofa miðað við hvað ég vaknaði snemma daginn eftir.
Á laugardeginum var svo útskriftarveisla hjá Höllu systur, hún var á viðskiptafræðibraut í HR og brilleraði þar eins og fjölskyldu okkar er lagið að sjálfsögðu (hehe, svaka montinn eitthvað). Eftir að hafa borðað kökur og drukkið bjór og spilað pílu (sem er fastur liður í öllum veislum hjá systur minni því mágur minn er pílukall og ég er að verða það líka) þá hélt ég í innflutningspartý hjá Atla vini mínum niðrá Hafnargötu. Þar var þrusufjör en öllum hent út klukkan eitt vegna krónískra kvartana nágrannanna á hæðinni fyrir ofan. Kíkti eitthvað á staðina hér í bæ en það var slappt að venju.
Var að koma af rúnt þar sem við nýttum græjurnar (með svaka bassaboxi í skottinu og öllu tilheyrandi) til hins ýtrasta með því að blasta meðal annars Cher og Meatloaf. Það var gaman, um að gera að misbjóða eyrunum annars lagið. Önnur tónlist hljómar bara mun betur eftirá. Ég er t.d. núna að hlusta á Still Loving You með Scorpions, þvílík nostalgía, ég man svo vel eftir þessu lagi síðan ég var lítill. Mæli með því. En jæja, vinnudagur á morgun sem þýðir að ég þarf að vakna klukkan hlálf fimm. Ég kveð að sinni. Hejhej.
..:: max ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum