laugardagur, júní 14, 2003

Nuff said


Eru allir hinir bara kýr sem ganga gegnum lífið og bíða þess að hausinn rúlli í sláturhúsinu, eða eru þeir líka öskrandi inní sér og þrá ekkert meir en að sleppa burt og lifa lífinu? Þetta er pæling sem kemur fram í myndinni The Good Girl með Jennifer Aniston, sem er alveg ágætis mynd. Alveg eins langt frá því að vera týpísk Jennifer Aniston mynd og hægt er, en það var líka örugglega tilgangurinn hjá stelpunni, hún vildi sanna að hún gæti leikið en ekki bara verið sæt. Og það tókst henni. Myndin er samt svolítið þung, því þemað í henni er einfaldlega lífið er ömurlegt, og ég held að stelpan hafi brosað einu sinni í myndinni. Það gerist aldrei neitt gott í myndinni, nema kannski einu sinni. Góð mynd samt, en ekki fyrir alla. Nokkrar góðar pælingar, sérstaklega í byrjun. Ég fíla myndir með pælingar.

Sá annars mjög vonda og skemmtilega mynd áðan. 2Fast 2Furious er vond mynd, alveg eins og ég bjóst við, en það eru flottir bílar í henni og nokkrir ágætir eltingaleikir. Afþreying sem skilur ekkert eftir sig, nema kannski löngun sem maður fær til að keyra bílinn sinn afskaplega hratt og helst klessukeyra hann líka. Annars hefur maður nú fengið að gera nokkuð af því í Alfa Romeoinum Pöndunnar Rex. Þarna var setning sem ég bjóst aldrei við að ég myndi nokkurntíman segja.

Lítið að frétta af mér, vinnuhelgi og svona. Samt furðu mikið að gerast þessa helgina hjá mér miðað við það, en þú hlýtur að hafa eitthvað betra við tímann að gera heldur en að lesa um það. Bústaður, pottur, partý, pottur, vinna, bústaður, pottur. Þetta er planið, sem nær alveg fram á mánudagsmorgunsþynnku ef allt fer að óskum. Nuff said.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus