Kominn á klakann
Jæja, vikan er búin og fyrsta Hróarskeldan að baki. Ég get sko sagt þér að þetta verður ekki sú síðasta. Ég er þreyttur eftir vikudjamm og ferðalög dagsins (og ég er kominn með hálsbólgu og veikur barasta) þannig að ég ætla lítið að blogga núna en á morgun verður bætt úr því og þú færð stemmninguna frá Hróarskeldu beint í æð... eða svona næstum. Þetta var æðisleg ferð og það small barasta allt saman til að þetta yrði snilldar hátið. Stemmningin, veðrið, tónleikarnir... bara hele klabben. Ég held ég hætti í lélegu enskuslettunum og færi mig um set yfir í lélegu dönskusletturnar. Ég kveð með setningu helgarinnar, pas på den, det er en tog!
..:: magzzzzzz.... ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum