laugardagur, júlí 12, 2003

Ammæli


Ég er kominn á næturvaktir í vinnunni. Það þýðir að ég byrja að vinna klukkan hálf sex á daginn og vinn til hálf sex á morgnanna aðra hverja vinnutörn. Þetta er orðið svolítið flókið þannig að það er eiginlega ómögulegt fyrir aðra að vita hvort ég er í vinnunni eða ekki. Ég er samt búinn að redda öllu í sambandi við verslunarmannahelgi, það er allt klappað og klárt. Við fljúgum sex saman á fimmtudagskvöldinu til Eyja frá Bakka. Eina vandamálið er að koma sér á Bakka. Hmmm... jæja, það er seinni tíma vandamál.

Núna er vinnuhelgi hjá mér og það er næturvakt í ofanálag. En næsta helgi verður svakaleg. Ég á nebbla ammæli á miðvikudaginn (blóm vinsamlegast afþökkuð en stórir pakkar þáðir með þökkum) og næstu helgi verður haldið uppá það með pompi og prakt! Ég mun þó ekki halda partý þannig að það þýðir ekkert að mæta heim til mín og ætla að snýkja af mér bollu eða bjór. Nei nei nei, það virkar ekki svoleiðis í ár. Í ár verða bara örfáir sem fá að njóta góðmennsku minnar og gjafmildi. Hvað ætti ég að gefa mikið upp á þessari stundu... mmm... áfengi... sveit... heitur pottur... ég held að þetta sé nóg að sinni. Djöfull verður gaman. :)
..:: magchen, it's your birthday ::..
blog comments powered by Disqus