Old
Jæja, þá er maður formlega orðinn hundgamall. Tuttugu og eins árs gamall ef við viljum fara útí smáatriði. Þetta er svosem ekkert merkilegt afmæli, það gerist ekkert nema maður getur ekki lengur sagt að maður sé tvítugur sem var frekar hentugt. Fínt að vera tvítugur. En Tuttugu OG EINS árs, þá er maður nú bara kominn með aðra löppina í gröfina sko. Nei ég segi svona, ég er nú ekki alveg svona svartsýnn. Ég fékk bara eina afmælisgjöf, og hún var frá frænda mínum. Hinir sem samkvæmt lögum er skylda að gefa mér gjöf segjast allir ætla að gera það seinna. Isss segi ég nú bara. En ég var ánægður með einu gjöfina sem ég fékk. Það var tjald! Lítið tveggja manna kúlutjald, fínt fyrir þjóðhátíð. Svolítið skot á mig að vísu, ég hef ekki verið heppinn með tjöld á þessu ári en það er önnur saga. Sú saga tengist bústaðnum sem ég er að fara í um helgina. Það er sko alvöru afmælisveislan mín, fullt af vinum mínum útí sveit í bústað á frábærum stað með heitum pott, heila helgi. Bara djammað og djúsað og slappað af þess á milli í góða veðrinu sem er búið að lofa mér að verði um helgina. Úff hvað það verður gaman.
Spurning hvort maður fari ekki á föstudaginn fyrir bústað og kaupi sér miða á Fú Fæters. Ég er nú ekkert mikill fan, en lögin þeirra sem hafa komist í einhverja spilun eru amk skemmtileg þannig að ég held maður verði ekkert svikinn af þessu. Vonandi þarf maður bara ekki að bíða allt of lengi í biðröð því það gæti orðið svolítið leiðigjarnt. Kemur allt í ljós. Ég ætla ekkert að lofa uppí ermina á mér hvenær ég pósta næst, ég veit að það hefur minnkað verulega hjá mér að blogga og kenni ég sumrinu um. Þá eru líka færri á netinu og þar af leiðandi minni umferð um síðuna mína. Þó eru alltaf einhverjir sem nenna að skoða og er það besta mál. Ég skrifa meir þegar eitthvað skemmtilegt gerist, í síðasta lagi eftir bústaðarhelgina. Og að lokum vill ég óska djammara.is krúinu til hamingju með nýju síðuna. Endilega tjékkið á því. Ég átti hugmyndina af því að það sé hægt að skrifa sjálfur texta undir hverja mynd og neita ég að nokkur annar hafi átt þar hlut að máli. Gaman að það sé tekið mark á manni endrum og eins. Meira síðar.
..:: max ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum