miðvikudagur, júlí 23, 2003

Learn to fly


Ég á miða á Fú Fæters. Við fórum fjórir saman á föstudagsmorguninn og biðum í ca tvo klukkutíma eftir miðum. Hugsunin var svona, æi ég hef ekkert betra að gera þannig að just in case... Og það var líka staðreyndin að það var uppselt á fjórum tímum. Helvíti vorum við sáttir við að hafa farið þegar við féttum það, en ekki jafn sáttir við að hafa ekki keypt fleiri miða. Ekki bara til að selja á okurverði þeim sem misstu af miðasöluni, heldur fyrir vini okkar sem voru ekki svo heppnir að ná að redda sér miða. Jæja, það skiptir nú ekki máli héðan af, kannski verða haldnir aukatónleikar, hver veit?

Ég sá flottasta bíl í heimi í gær. McLaren Benzinn (SLR McLaren) sem var verið að nota í að taka upp auglýsingu uppá jökli var að fara aftur út í gær með flugi. Ég var að vinna og við fengum að taka af honum silki ábreiðuna og opna bílinn og skoða hann hátt og lágt. Og vá hvað þessi bíll er fallegur! Maður slefaði alveg yfir þessu, ótrúlegt að bíll geti látið manni líða svona. Það bættist nottla við að það má enginn sjá hann og einhverjir ljósmyndarar voru búnir að liggja í leyni til að ná myndum af honum. Við fengum að sjá inní hann og skoða hann allan og snerta. Úff... mig langar í þennan bíl. Það komu tveir bílar til landsins, svartur og silfurgrár, og þetta var sá svarti sem ég sá. Það er smá munur á þeim fyrir utan litinn, og þessi svarti verður ekki einu sinni framleiddur. Það er bara svona concept car, sá einni í heiminum, handsmíðaður frá grunni. Hinn mun kosta svona 30 milljónir í Þýskalandi, sem væri svona 50 milljónir hingað til lands. Hann á að koma út einhverntíman í haust. Þessi silfurgrái fer út á föstudaginn. Sjúklega flottur bíll. Ég gat ekki hætt að snerta hann, hann var meira að segja ýkt flottur þegar ábreiðan var yfir honum! Það munaði litlu að afturendinn rækist í flugvélina þegar við vorum að setja hann inn, og ég stökk til og ýtti honum frá. Hann hefði eflaust ekki farið alla leið og rekist í, en samt, ég hefði verið til í að fórna mér bara fyrir þennan bíl. Pæliðíðí! Og ég er ekki einu sinni bíladellukall. Núna langar mig bara í þennan bíl. Það er slatti af fólki sem á eftir að gefa mér ammælisgjöf... ætli þau geti ekki bara slegið saman?
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus