mánudagur, nóvember 03, 2003

Tíu þúsund heimsóknir og ammæli


Já, gaman frá því að segja. Á nákvæmlega ári hefur síðan mín fengið tíuþúsund heimsóknir! Síðan átti nefnilega afmæli sl. laugardag. Það fattaði það auðvitað enginn, ekki einu sinni ég. Ef þið viljið lesa eitthvað um hvað kom fyrir mig á þessu ári, þá lesiði bara bloggið uppá nýtt! Allir sem nenna því mega koma í kökur og djús heima næsta sunnudag kl. 3.

Lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana. Kíkti í ammæli á laugardaginn og það var bara aldeilis fínt. Við strákarnir hittumst áður heima hjá Atla og þetta var bara mjög fínt kvöld. Ég er líka búinn að vera að stunda það áhugamál mitt að sjá góðar bíómyndir. Horfði loksins á City Of God og hún er alveg frábær. Ég mæli með henni fyrir alla kvikmyndaáhugamenn, þótt ég viti ekki hvernig sé best að nálgast hana nema á netinu. Þetta er Brasilísk mynd og gef ég henni hiklaust fullt hús stiga. Hún er í sæti #58 yfir bestu myndir allra tíma á IMDb.com.

Ég er búinn að vera í ýkt góðu skapi síðan kuldakastið byrjaði. Skrítið því ég er að vinna úti (að hluta til amk) og er oft að deyja úr kulda, en samt er ég bara þvílíkt jollý og happý! Ekki er ég að kvarta, en mér þótti þetta bara skrítið. Ekki býst ég við því að einhver hafi sömu sögu að segja...? Jæja, en afsakið þetta ófyrirséða blogghlé hjá mér. Veit ekki alveg hvað er í gangi. :)
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus