miðvikudagur, október 29, 2003

Pétur


Það fer að styttast í tíunda þúsundið. Þá á ég við heimsóknir á síðuna. Það eru nú ágæt tíðindi í sjálfu sér en það er svolítið síðan að mér varð bara alveg sama hverjir (og hvort einhverjir yfir höfuð) væru að kíkja á síðuna mína. Í byrjun snerist nottla allt um það, trekkja inn einhverjar heimsóknir og svona. Auðvitað er það skiljanlegt að maður sé ekki að blogga á hverjum degi eins og maður gerði, neistinn er að hverfa, og spurning hvort maður nenni að halda þessu áfram mikið lengur. Ekki missskilja mig, ég er ekkert að fara að hætta í bráð, en ég geri þetta fyrir mig og ef mér sýnist svo þá hætti ég bara. En ég hef ennþá gaman að þessu þannig að það er um að gera að halda áfram. En, nú er nóg búið að skrifa um ekki neitt. Tími kominn á að koma sér í rúmið.

Eða nei, ég ætla að segja ykkur eitt enn. Það gerðist alveg óvart að ég fékk skiptivinnu fyrir sunnudaginn, ég þarf að vinna núna á fimmtudaginn í staðinn. Fínt að detta niðrá svona. Það er nú ekkert planað ennþá, en það er alltaf gott að hafa möguleika á að taka sig til og kíkja á lífið ef fólkið í kringum mann er þannig stemmt. Annars er bara svaðalega fínt að hafa frí á sunnudögum, slappa af og gera sem minnst. Ég biðst afsökunnar á þessari innihaldslausu færslu, ég er mjög þreyttur. Góðar stundir.
..:: magz ::..
blog comments powered by Disqus