Koma so!!
Það er ekkert smá. Ég er alveg hlessa á þessum viðbrögðum. Við ákváðum í vinnunni að standa saman og mótmæla þessum fáránlegu aðgerðum sem stjórn IGS er að taka í þessum nýjustu ráðningum. Við ákváðum að frá og með morgundeginum munum við ekki mæta á aukavaktir þar til þeir hlusti á okkur og viðurkenni vald okkar ef svo má að orði komast. Það má ekki koma fram við okkur eins og skít endalaust. Við héldum fund í dag sem var virkilega vel sóttur og þar mætti verkalýðsforingi og fór yfir málin með okkur. Svo fór ég bara á fótboltaæfingu og svona með vinnuköllunum og skellti mér svo í bíó með strákunum. Og núna þegar ég er kominn heim þá er þetta bara forsíðufrétt á textavarpinu og líka efst á mbl.is og þar var sagt að þetta hefði líka verið í tíufréttum í sjónvarpinu! Ef þetta er ekki spark í rassgatið fyrir stjórnendur þessa fyrirtækis þá veit ég ekki hvað. Svo eru allar deildir innan fyrirtækisins að fara að tala saman og vonandi hætta þeir að koma svona illa fram við alla, ekki bara okkur hlaðmenn. En ef allt gengur að óskum og við fáum fram það sem við viljum þá þarf ég ekki að fara í þessi guðsvoluðu heyrnartól! Og það eru svo sannarlega gleðifréttir. Joy to the world! ;)
..:: magchen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum