(það er komin ný könnun)
Gaman að vera í verkfalli. Samt erum við ekkert í verkfalli, það er meira að segja bannað að segja það. Við mætum bara ekkert í yfirvinnu þar til að þessir fáránlegu stjórnendur þessa fyrirtækis (sem vita ekkert skemmtilegra en að níðast á fólkinu sem þeir eru með í vinnu til að halda öllum hundóánægðum og til að græða nokkrar krónur í viðbót) viðurkenna að það sem þeir eru að bjóða okkur er fyrir neðan allar hellur og taka það til baka. Þeir eru að reyna að gera allt til að vélarnar komist út á tíma. Allir verkstjórarnir á öllum vöktunum eru alltaf í vinnunni alveg á milljón að reyna að láta þetta ganga. Ég held að þeir geti bara ekki haldið þessu svona áfram. Það er vonandi að allir haldi þessari frábæru samstöðu áfram og mæti ekki á aukavaktir svo þeir skilji hversu öflug við getum verið ef við stöndum öll saman. Vonandi að fleiri deildir í fyrirtækinu taki okkur til fyrirmyndar og hætti að láta níðast á sér. Það er voða gaman í vinnunni núna, svaka baráttuhugur í öllum og fátt talað um annað en hvernig þetta gengur og hversu mikið er búið að fjalla um þetta í fjölmiðlum. Gaman að hafa eitthvað til að berjast gegn. :)
Fyrir þá sem langar til að vita um hvað deilan snýst, þá er stjórnin að byrja á nýju ráðningakerfi. Allir sem koma nýjir inn í fyrirtækið eiga að fara á tvöfaldar vaktir, sem þýðir að á milli traffíka, semsagt frá átta á morgnana til þrjú á daginn, fara þeir og sinna öðrum störfum hjá fyrirtækinu. Vefja heyrnartól eða hjálpa í fraktinni eða verkstæðinu. Þetta er miklu meiri vinna og ekkert borgað aukalega. Tíminn þarna á milli er heldur alls ekki alveg dauður tími því það eru oft vélar á morgnanna eftir átta, alltaf ein,tvær eða þrjár vélar í hádeginu og traffíkin er farin að byrja klukkan tvö en ekki þrjú. Svo þarf að setja olíu á tækin, setja tækin á stæðin og gera allt klárt fyrir traffíkina. Allt þetta leggst núna á miklu færri manneskjur því það eru svo margir sem fara í eitthvað annað milli traffíka. Semsagt, aukning á vinnu hjá öllum, og enginn fær meira borgað.
Einhverjir segja auðvitað, isss þið getið nú bara unnið þann tíma sem þið fáið borgað og þurfið ekkert að fá einhvern svaka hvíldartíma á milli. Málið er að í fyrsta lagi erum við að vinna við ömurlegar aðstæður. Við erum á hnjánum allan tímann að hlaða á fullu, oft erfiðri frakt og þungum töskum (sem mega vera eins þungar og fólkið vill á leið til ameríku, töskurnar eru oft þrjátíu uppí fjörtíu og stundum fimmtíu kíló hver). Því er mikið álag á bak og axlir og mikið um meiðsli þess vegna. Þetta er skorpuvinna og því vinnum við á fullu, oft án þess að fá kaffipásu, alla traffíkina. Auðvitað þarf maður hvíld á milli traffíka því þetta þarf maður að gera tvisvar á dag. Þetta er illa launað og stjórnin gerir allt til að halda fríðindum okkar í lágmarki. Þegar á því að skella miklu meiri vinnu á allan mannskapinn án þess að fólkið fái meira borgað þá er skiljanlegt að við látum í okkur heyra. Ég réð mig í það starf að vera hlaðmaður, ekki að vefja heyrnartól (sem er b.t.w. alveg hrikalega leiðinlegt og fer illa með bakið). Vonandi taka þeir bara sönsum sem fyrst. Ég læt ykkur vita hvernig gengur. Baráttukveðjur vel þegnar! ;)
..:: mags ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum