Kill Bill
Kill Bill er algjör snilld. Ég fór semsagt á hana í bíó í kvöld og allir sem fíluðu Pulp Fiction verða að gera slíkt hið sama. Hún er ótúlega flott og fyndin og algjör splatter. Uma Thurman er bara allt of kúl og er eins og fædd í þetta hlutverk. Enda er myndin skrifuð í kringum hana. Ég er frekar svekktur að þurfa að bíða þar til í febrúar til að sjá seinni hlutann en það verður bara að hafa það. S.s. fyrir þá sem ekki vita var myndin næstum fjórir tímar þegar hún var tilbúin svo þeir gerðu bara tvær myndir úr einni. Ég er algjörlega sáttur við þá ákvörðun því þetta var fínn skammtur í einu, maður varð ekkert leiður heldur hlakkar bara til að sjá hvernig þetta ævintýri endar. Tarantino er algjör snillingur og nú get ég með sanni sagt að hann sé minn uppáhalds leikstjóri. Djöfull var líka fyndið að sjá hann útúrdrukkinn í Jay Leno um daginn. Lét eins og fíbbl. Hann hefur eflaust ekkert skammast sín neitt lítið eftirá. En allavega, allir að fara að sjá Kill Bill. Mig langar líka að sjá fullt af fleiri myndum í bíó, t.d. Hero og Elephant og ætla að reyna að sjá þær um helgina því Eddu kvikmyndahátíðin er búin á sunnudag. Allir í bíó!
..:: max ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum