Ritzkex með Felix
Vá, ég vissi ekki að Felix væri svona cheesy staður. Tók ekkert smá eftir því í gær og reyndi hvað ég gat að losna þaðan. Það gekk illa því vinir mínir vildu vera hjá fallega kvenfólkinu. Það vildi ég líka en var ekki að meika þessa tónlist. Ég skaust aðeins (við þriðja mann) á Kapital og það var ágætt. Svona house tónlist, heldur hæg, hefði mátt vera hraðari hærri og helst í kjallaranum. En það var lokað í kjallaranum þannig að við dönsuðum bara uppi í soldinn tíma og fórum svo aftur til gauranna á Felix. Með stuttu stoppi á hundahótelinu Nellys. Voff. Ákaflega slappt þar enda kunna hundar ekki að dansa.
Þetta var svosem ágætt kvöld, ekkert brill samt, enda eru þau kvöld orðin afar sjaldgæf undanfarið. Spurning hvort þetta djamm dæmi sé svoldið óld eitthvað. Eða þá að ég sé bara óld, eða bara dán. Ég veit það ekki. Erfitt að segja. Ég held ég taki því nú bara rólega í kvöld og horfi jafnvel á Spirited Away. Hún er víst besta teiknimynd sem gerð hefur verið. Svo á ég líka Finding Nemo og á eftir að horfa á hana. Gamanaðessu.
..:: magchen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum