fimmtudagur, október 16, 2003

277 dagar í ammælið mitt!


Ég las grein í tímariti (sem þú færð þegar þú ferð í flugvélinni á leiðinni út) um daginn. Hún var um New York og var með fullt af flottum myndum og skemmtilegum texta um hin mismunandi hverfi í borginni. Allan daginn hugsaði ég varla um annað, mig langaði svo út. Ég var alveg að deyja sko. Mig langar þvílíkt að fara bara út strax á morgun, en ég verð víst að bíða. Ég var eiginlega bara ánægður með þetta því þetta kveikti í útþránni minni alveg uppá nýtt. Út vil ek.

Sem betur fer er Airwaves mjög slöpp í ár, því það er vinnuhelgi hjá mér þessa helgina. Ég var næstum búinn að kíkja á Kastró til að sjá einhverja dídjeija en svo gerði ég það ekki. Góð saga?

Lag dagsins: Maybe Tomorrow með Stereophonics.

Kona dagsins: Gamla konan sem ég sá þegar ég keyrði Hafnargötuna í kvöld, hún hélt á málverki.

Maður dagsins: Læknirinn sem tók á móti mér í heiminn.

Málsháttur dagsins: Sjaldan fellur óbarinn biskup langt frá eikinni.

Brandari dagsins: Kvað þaf marrga lessblindan til að skipa um ljósberu?

Friends quote dagsins: Pheobe: "Good bye Ross... forever!"

Simpsons quote dagsins: Bart: "I can't promise I'll try, but I'll try to try."

South-Park quote dagsins: Cartman: "Come on you guys you know the words! I hate you guys! ... You guys are assholes! ... Especially Kenny! ... (lalala)

Spurning dagsins: Hvað er langt í ammælið þitt?

Staðreynd dagsins: Women = Evil. Þetta er vísindalega sannað.

Orð dagsins: Cellar door.

Bíómynd dagsins: Hero með Jet Li.

Vefur dagsins: IMDb.com

Búddatrúarmaður dagsins: Jin Wo Hun.

Tíbet-búi dagsins: Hrafnkell Ómarsson Nef.

Hamborgari dagsins: MacDonalds hamborgarinn sem Davíð Oddson borðaði, fyrstur á Íslandi.

Dagsetning dagsins: 2. maí 1928.

Álfur dagsins: Bibbi úr steinvölu fyrir utan Ljótustaði í Suður-Múlasýslu.

Tilgangsleysi dagsins: Þessi listi.

Bloggari dagsins:
..:: mad magchen ::..
blog comments powered by Disqus