
Annars held ég bara áfram að sækja bíómyndir í tölvuna mína. Það er líka svona helvíti gaman. Ekki það að ég hafi tíma til að horfa á þetta allt. Sportið er bara að sækja myndirnar. Þetta er svona eins og að hnýta flugur. Það er gaman að hnýta flugu eftir flugu þótt þú ætlir ekkert að veiða fist með hverri einustu... Vá, þetta var örugglega ein versta samlíking í sögunni. Hey, common, ég er svoldið þreyttur. Samt er ég ekki að fara að sofa því það er ekki vinna á morgun. Þegar ég er í fríi vill ég ekkert eyða kvöldunum (eða nóttunum) í það að sofa því ég get sofið út daginn eftir. En ef það er vinna daginn eftir þá vill ég heldur ekki fara snemma að sofa því þegar ég vakna þá þarf ég að fara að vinna, og ég vakna hvort sem er alltaf þreyttur sama hversu lengi ég sef. Um að gera að nýta því bara tímann og sofa sem minnst. Nýta tímann segi ég. Eyða honum í vitleysu væri nærri lagi. En það er allt í lagi því undanfarið hef ég verið að lifa eftir mottóinu "Life is what happens while you're busy making other plans." Þannig að ég ætla að plana sem minnst. Þetta er lífið sama hver stefnan er. Og núna ert þú að eyða lífi þínu í að lesa bloggið mitt. Þú myndir hvort eð er ekkert gera neitt merkilegt í dag. Af hverju ekki að rifja upp kynni þín af þessari síðu og lesa allar færslurnar uppá nýtt!? :) Já, það er góð hugmynd.
Þetta var vinnuhelgi þannig að ég gerði ekkert merkilegt. Fyrir utan eitt. Ég hitti vinkonu mína sem ég hef ekki hitt í rúmlega eitt ár, en ég hitti hana að vísu bara í þetta eina skipti fyrir rúmu ári. Við höfum semsagt verið í símasambandi (aðallega sms sambandi) í þetta ár án þess að hittast. En núna erum við orðnir beztu vinir og ætlum að hittast oftar. Hún er frábær.
Mig langar í kisu.
..:: mista mista ::..