Hotaru no haka
Ég sá áhugaverða mynd um daginn. Það var mynd sem ég sótti á netinu af því að hún fékk góða dóma á IMDb.com og hún heitir Grave Of The Fireflies (eða Hotaru no haka á frummálinu). Hún er japönsk frá árinu 1988 og er anime-mynd. Undanfarið hefur áhugi minn á slíkum myndum aukist mikið og er ég búinn að sækja nokkrar slíkar myndir og horfa á eitthvað af þeim. Þessi er virkilega góð og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa áhuga á góðum bíómyndum. Þetta er ekki feel-good-movie, er er þó ekki jafn niðurdrepandi og sumir vilja meina á spjallinu á IMDb.com.
Hún fjallar um japönsk systkini og áhrif loftárása í seinni heimsstyrjöldinni á þau. Svolítið undarlegt í fyrstu að horfa á teiknimynd um svona viðfangsefni, en eftirá fór ég að velta fyrir mér ástæðunum. Auðvitað er dýrara að gera leikna mynd, amk þegar verið er að gera svona mynd því teikningarnar eru ekki ýkja flóknar. Þá meina ég miðað við gífurlega flóknar þrívíddar-teiknimyndir, en þó eru teikningarnar mjög fallegar. En önnur ástæða er aldur aðalleikarana. Það er að segja strákur sem er kringum fjórtán ára og stelpa sem er líklegast fjögurra ára. Ef gera á leikna mynd með svo ungum leikurum þá verður hún ekki sannfærandi. Teikningarnar aftur á móti gera þeim mjög góð skil og maður lifir sig algjörlga inní dramantíkina þrátt fyrir að myndin sé teiknuð. Litla stelpan er alveg æðisleg og myndin fjallar mest um samband þeirra systkina og erfiðleika þeirra.
Myndin er sem stendur í sæti #216 yfir bestu myndir allra tíma á síðunni, en í fimmta sæti yfir bestu teiknimyndirnar. Gaman að segja frá því að Kill Bill er í sæti 88, og færist sífellt ofar. Að mínu mati mætti hún fara enn ofar, amk í topp 20. Ég skrifa eflaust eitthvað um aðrar teiknimyndir sem ég sé því ég er búinn að ná í fleiri og þarf núna bara að finna mér tíma til að horfa á þær! Miklu skemmtilegra að tala um góðar myndir sem fáir hafa séð heldur en nýlegar slappar myndir sem allir eru búnir að mynda sér skoðun á, ekki satt? Ekki dæma þessa þótt hún hljómi kannski ekki spennandi því ég hafði mínar efasemdir líka, og því kom hún virkilega skemmtilega á óvart. Ef þú vilt vita meira þá hefur Roger Ebert fjallað um hana hér og svo er umfjöllun og nokkrar skemmtilegar myndir úr henni hér. Ef þig langar að sjá þessa mynd en getur ekki sótt hana á netinu eða fundið á leigu (ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé til einhverstaðar) þá er lítið mál að tala bara við mig og ég lána hana fúslega. Maður er svo góðhjartaður þú skilur. :)
..:: good machen ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum