
Ég segist ætla í skóla næsta haust, og meina það í hvert skipti sem ég segi það, en ég veit samt ennþá ekkert hvað mig langar að verða eða læra. Fyrir utan það á ég ekki bíl til að keyra í skóla í bænum og er viss um að ég yrði snargeðveikur á því að búa einn. Ég fullyrði það að ég geti það ekki, og ég ætti nú að þekkja sjálfan mig betur en flestir aðrir.
Heimsreisan er ennþá á teikniborðinu en ég er ekki búinn að ákveða neitt með hana. Nú hefur komið í ljós að það er stórviðburður í familíunni minni í apríl sem ég má helst ekki missa af, og það gengur ekki alveg eins og í sögu að safna peningum. Nema kannski ef sagan væri Oliver Twist eða Vesalingarnir eða eitthvað. Peningarnir virðast hverfa úr mínum höndum jafnharðan og hefur upphæðin staðnað á reikningnum. Ég eyði jafn mikið og ég græði. Og það sem ég á er minna en helmingur þess sem ég áætlaði að ferðin myndi kosta.
Þannig að það eru spennandi mánuðir framundan í mínu lífi þar sem flettist ofan af hverri ráðgátunni af annari! Vonum bara að ég verði duglegur að skrifa hérna um þær flækjur sem kunna að myndast, og þær sem vonandi leysast að lokum að sama skapi. Þetta var Magchen sem skrifaði og þú sem last. Takk fyrir. (ný könnun)
..:: magchen ::..