sunnudagur, desember 07, 2008

Til hamingju með afmælið elsku Ósk! :D

Við Ósk, afmælisbarn dagsins, höfum verið að fylgjast með breska X-factor núna í haust og það er flott skemmtun. Leona Lewis, sigurvegarinn í X-factor fyrir tveimur árum, kom í þáttinn um daginn og söng lag sem hún var að gefa út. Þegar ég heyrði hana byrja að syngja lagið þá var ég ekki alveg að kaupa það, því lagið er Run með Snow Patrol, sem er virkilega flott lag og ég hef hlustað á það margoft. En hún er ótrúlega hæfileikarík og tók lagið alveg virkilega vel og því ákvað ég að skella því hérna á bloggið mitt.

Maggi.



föstudagur, desember 05, 2008

Styttist í annan endann

Nú er þessi önn senn á enda liðin! Það var ekki lengi gert. Síðustu tvær vikurnar í hverju lokaverkefni eru iðulega uppspretta mikils álags, svefnleysis og mataræðis sem er ekki uppá marga fiska. Bókstaflega. Það verður ákaflega gott að komast heim í frí.

Maggi.