Mín pæling er, hvar kemur inní þessa atburðarás sú hugmynd að við séum ekki jörðin okkar? Ef „við“ gerum eitthvað er jörðin þá ekki að gera það sjálf? Er það að við séum með sjálfsvitund nóg til að við séum eitt og jörðin annað? Ef við myndum sprengja jörðina í loft upp, væri hún þá ekki að sprengja sig sjálf?
Er gasið í sólinni ekki sólin? Eru gígarnir á tunglinu ekki tunglið? Er allt ekki partur af öllu? Af hverju höldum við að við séum undanskilin?
„Við erum gestir og hótel okkar er jörðin,“ sagði Tómas Guðmundsson í sínu frábæra ljóði. Þannig líður okkur og kannski er það allt í góðu lagi. Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þetta. Ætli ég sé ekki bara að reyna að segja það sama og oft áður. Það þýðir ekki að taka hlutunum of alvarlega heldur njóta bara ferðarinnar. :)
Maggi.
