föstudagur, janúar 27, 2006

Jahá!

Ef þú vilt, þá máttu svara þessum spurningum um mig í komment kerfið! :)

1. Hver ert þú?

2. Erum við vinir?

3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?

4. Ertu hrifinn af mér?

5. Langar þig að kyssa mig?

6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.

7. Lýstu mér í einu orði.

8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?

9. Lýst þér ennþá þannig á mig?

10. Hvað minnir þig á mig?

11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?

12. Hversu vel þekkiru mig?

13. Hvenær sástu mig síðast?

14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?

15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?


Maggi.

föstudagur, janúar 20, 2006

Próf, flutningar og utanlandsferðir

Ætli það sé ekki kominn tími til að maður láti nú eitthvað vita af sér! Í fréttum er það helst að ég ákvað að taka Einar Frey á orðinu og fjölga árlegum kveðjustundum mínum með því að koma heim til Íslands áður en ég fer til Bandaríkjanna. Ég kem heim á morgun, laugardag, og flýg til New York átta dögum seinna, þann 29. janúar. Ég og Lárelva ætlum að stoppa tvær nætur í New York bara til að spóka okkur um og fá smá tilfinningu fyrir borginni. Svo fljúgum við beint í hasarinn í San Francisco. Þar erum við komin með ódýra 150 m2 íbúð og verðum þar fjögur saman (Camilla bætist við). Við hlökkum mikið til og þetta verður eflaust mögnuð lífsreynsla.

Ég er búinn að taka tvö munnleg próf núna í janúar, annað var hóp-próf og hitt einstaklings. Við strákarnir, The Helligkorsgade Experience featuring Bjarni, stóðum okkur eins og hetjur og fengum tíu. Við erum mjög sáttir með þá einkunn og auðvitað ótrúlega stoltir af verkefninu okkar sem var svo flott að okkur langar að trúa að kennararnir hafi aldrei séð annan eins frágang á verkefni. Svo var 48 tíma próf sem var einstaklings. Það virkaði þannig að við fengum verkefni sem við höfðum 48 klst. til að leysa, og svo tveim dögum seinna áttum við að halda kynningu á því og svara spurningum um það og námsefnið. Ég fékk ellefu fyrir þetta próf sem er hæsta einkunn sem gefin er fyrir utan þrettán sem er örsjaldan gefin í þessum skala. Þannig að ég er mjög ánægður með það. :)

Helligkorsgade 14, 1. sal, er næstum orðin tóm! Við erum að leggja lokahönd á flutningana. Snorri og Þolli búnir að fylla heilan flutningabíl og eru á leiðinni með það útí Samskip í Árósum og við Ægir og Steinunn kærasta Þolla erum að taka til og þrífa. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég bloggaði núna! Fín afsökun til að taka sér smá pásu. ;) Sjáumst á Íslandi!
Maggi.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

It's easier to leave than to be left behind

Mér finnst stundum að árlegar kveðjustundir mínar séu einum of margar. Sífellt að kveðja vini og fjölskyldu, vitandi að ég á ekki eftir að sjá fólkið mitt í langan tíma. Það getur verið erfitt, en svona er það ef maður vill halda ævintýrinu áfram.

Fríið var æðislegt, ég veit ekki hvar ég ætti að byrja þannig að ég ætla bara að láta þar við sitja. Bestar voru stundirnar þar sem minnst var gert. Alveg eins og bíómyndirnar sem eru frábærar þótt ekkert gerist, persónurnar eru aðalatriðið. Ég er heppinn að þekkja svona mikið af frábærum persónum. Og enn bætist í leikarahópinn. Sífellt verið að skrifa ný hlutverk, meira að segja ansi stór hlutverk. Það verður gaman að sjá hver framvindan verður í þessari bíómynd sem er líf mitt.
Maggi.

föstudagur, janúar 06, 2006

Tónleikaárið hefst...

Gleðilegt ár! Kannski heldur langt liðið á árið til að koma með þessa kveðju, en betra seint en aldrei. Það hefur verið nóg að gerast um hátíðirnar og ég hef greinilega ekki gefið mér tíma til að blogga. En nú styttist í að fríið verði búið og því er gott að koma sér í gírinn aftur. Ég ætla ekki að þreyta ykkur með upplistun á því hvað á daga mína hefur drifið síðan ég bloggaði síðast. Nægir að segja að jólin hafi verið góð, áramótin þrusu skemmtileg, og nýársTaður var haldinn í tilraunaskyni og fór sú tilraun upp og ofan. Held að jólaTaður sé frekar málið eins og árin tvö á undan.

En tónleikaárið 2006 er að bresta á með pompi og prakt! Í kvöld eru tónleikar í höllinni í boði Toyota þar sem Mínus, Bang Gang, Hjálmar, Brain Police, Hairdoctor og Beatmakin Troopa koma fram. Það voru gefnir miðar útum allar trissur og ég nældi mér í miða með því að hringja inná XFM.

Á morgun eru svo tónleikar gegn virkjunaframkvæmdum sem heita Ertu að verða náttúrulaus? Ég keypti miða í stúku eins og ég skrifaði hér á bloggið fyrr í mánuðinum, og ef við rifjum upp hverjir koma þar fram þá eru það Ham, Damien Rice, Lisa Hannigan, Magga Stína, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Ghostigital, Damon Albarn, Egó auk óvæntra uppákoma. Það er aldeilis haldin góð kveðjuveisla fyrir mann ég segi ekki annað! Þetta verður svaka stuð. En það er verið að koma að sækja mig til að fara á fyrri tónleikana. Sjáumst!
Maggi.