þriðjudagur, janúar 10, 2006

It's easier to leave than to be left behind

Mér finnst stundum að árlegar kveðjustundir mínar séu einum of margar. Sífellt að kveðja vini og fjölskyldu, vitandi að ég á ekki eftir að sjá fólkið mitt í langan tíma. Það getur verið erfitt, en svona er það ef maður vill halda ævintýrinu áfram.

Fríið var æðislegt, ég veit ekki hvar ég ætti að byrja þannig að ég ætla bara að láta þar við sitja. Bestar voru stundirnar þar sem minnst var gert. Alveg eins og bíómyndirnar sem eru frábærar þótt ekkert gerist, persónurnar eru aðalatriðið. Ég er heppinn að þekkja svona mikið af frábærum persónum. Og enn bætist í leikarahópinn. Sífellt verið að skrifa ný hlutverk, meira að segja ansi stór hlutverk. Það verður gaman að sjá hver framvindan verður í þessari bíómynd sem er líf mitt.
Maggi.
blog comments powered by Disqus