þriðjudagur, apríl 18, 2006

Kominn og farinn

Páskarnir eru komnir og farnir. Biggi er kominn og farinn. Og San Francisco er komin og farin! Þetta er nú kannski ekki alveg satt því Biggi fer ekki fyrr en í fyrramálið, og ég kem ekki heim fyrr en eftir tíu daga.

Biggi kom í heimsókn til okkar hérna í San Fran og það var að sjálfsögðu hörku stemmning að fá hann á svæðið. Við vorum algjörir túristar og rifjuðum upp gamla tíma frá í heimsreisunni. Við fórum í siglingu um flóann, sigldum undir Golden Gate brúnna og sáum Alcatraz. Við versluðum ansi mikið. Fórum í rússíbanagarð sem heitir Six Flags Marine World. Við kíktum uppá Twin Peaks og sáum geggjað útsýni yfir borgina þaðan. Við borðuðum góðan mat. Við borðuðum páskaegg. Við fórum á djammið að hætti San Francisco-búa. Við horfðum á bíómyndir á risaskjá. Og við gerðum miklu fleira.

Ég held að ég geti með sanni sagt að rússíbanarnir hafi staðið uppúr. Þeir voru algjör snilld! Algjör über schnilld. Við Biggi höfðum hvorugir prófað alvöru stóran rússíbana áður, bara eitthvað tré-rusl á Spáni, þannig að við vorum ansi spenntir. Við fórum í fjóra stóra rússíbana og fleiri lítil tæki, og við sáum höfrungasýningu og hvalasýningu og fleira. Og við fórum akkúrat á deginum þegar veðrið var sem best! Þetta hefði ekki getað verið betra. Á tímabili var eins og maður væri aftur orðinn tíu ára og mættur í Tívolíið í Hveragerði. Good times.

Ég kem heim til Íslands þann 28. apríl. Þangað til verð ég hins vegar ekki heima hjá mér í San Francisco heldur á flakki um vesturströndina. Við erum nefnilega að fara sjö saman í road-trip að hætti kanans. Við byrjum á að fara til Los Angeles (aldrei að vita nema við förum í annan rússíbanagarð enda komust ekki allir með síðast), svo keyrum við niður til San Diego (eða Sandy Ego eins og Nonni vill kalla borgina sína) og röltum kannski líka yfir landamærin til Mexíkó, svona til að geta sagst hafa komið þangað. Eftir það er stuttur spölur í Grand Canyon (ekki nema eins dags keyrsla eða svo) og eftir Miklagljúfrið förum við til Las Vegas á tækniráðstefnuna N.A.B. Þegar hún er búin keyrum við svo aftur til San Fran og fljúgum svo heim daginn eftir. Hviss bamm búmm! Þrjú þúsund kílómetrar takk fyrir. Fyrir utan ferðina til Íslands, hún er eitthvað meira held ég. :) Bless í bili.
Maggi.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

The Rock

Á laugardaginn fórum við í skoðunarferð í Alcatraz fangelsið. Það var gaman að skoða hvernig menn höfðu það þarna, og nóg var af góðum myndatækifærum. Að öðru leyti var þetta ekki ýkja spennandi þótt auðvitað sé gaman að geta sagst hafa komið þangað. Þetta var liður af Study-Trip sem skólinn stendur fyrir og það er gríðar góð þátttaka í henni, tveir kennarar og jafn margir Húsvíkingar. Þá er það upp talið. En við sem erum hér í SF reynum að taka þátt í þessari lærdómsferð þeirra eins og við getum.


The Rock.


Ekki var nú rúmt um þá Capone og félaga.



Um kvöldið eftir ferðina í fangelsið fórum við á þrusu sjávarréttastað og ég fékk mér fáránlega góðan rækjurétt (en ekki hvað!) og feitasta eftirrétt í manna minnum. Ég rúllaði útaf staðnum. Við skulum ekki einu sinni minnast á skjaldbökuna. Við ákváðum svo að kíkja á bar um kvöldið fyrst Húsvíkingarnir voru í heimsókn og það var fínasta skemmtun. Enn betri skemmtun var þó biðin eftir strætó á leiðinni á barinn. Ég, Birna og Kolla biðum í 78 mínútur eftir stætó og tókst að stúta allmörgum hvítvínsflöskum á þeim tíma til að stytta okkur stundir. Hér eru örfáar myndir af barnum.



Búnda orðin blörrí af hvítvíninu.



Aggi Húsvíkingur, Camilla og ég.



Trine (NoMA kennari) og Kolla.



Heimir, Aggi og Camilla.



Í dag (mánudag) fórum við svo í MoMA (nýlistasafnið) hér í SF, og var það alveg ágætt. Það mátti ekki taka myndir inni á sýningunum, en ég smellti nokkrum af í andyrinu.



Sýningin var vel auglýst.



SF MoMA.



Jæja, þá er komið nóg af þessari stuttu myndasýningu. Eins og þið sjáið þá nennti ég ekki að setja þetta upp í síðu! Svona getur maður nú verið latur. :) Vonandi hafiði það öll gott á Fróni. Það styttist í að ég kíki í vorblíðuna með ykkur, bara 25 dagar þangað til. :p
Maggi.