þriðjudagur, apríl 04, 2006

The Rock

Á laugardaginn fórum við í skoðunarferð í Alcatraz fangelsið. Það var gaman að skoða hvernig menn höfðu það þarna, og nóg var af góðum myndatækifærum. Að öðru leyti var þetta ekki ýkja spennandi þótt auðvitað sé gaman að geta sagst hafa komið þangað. Þetta var liður af Study-Trip sem skólinn stendur fyrir og það er gríðar góð þátttaka í henni, tveir kennarar og jafn margir Húsvíkingar. Þá er það upp talið. En við sem erum hér í SF reynum að taka þátt í þessari lærdómsferð þeirra eins og við getum.


The Rock.


Ekki var nú rúmt um þá Capone og félaga.



Um kvöldið eftir ferðina í fangelsið fórum við á þrusu sjávarréttastað og ég fékk mér fáránlega góðan rækjurétt (en ekki hvað!) og feitasta eftirrétt í manna minnum. Ég rúllaði útaf staðnum. Við skulum ekki einu sinni minnast á skjaldbökuna. Við ákváðum svo að kíkja á bar um kvöldið fyrst Húsvíkingarnir voru í heimsókn og það var fínasta skemmtun. Enn betri skemmtun var þó biðin eftir strætó á leiðinni á barinn. Ég, Birna og Kolla biðum í 78 mínútur eftir stætó og tókst að stúta allmörgum hvítvínsflöskum á þeim tíma til að stytta okkur stundir. Hér eru örfáar myndir af barnum.



Búnda orðin blörrí af hvítvíninu.



Aggi Húsvíkingur, Camilla og ég.



Trine (NoMA kennari) og Kolla.



Heimir, Aggi og Camilla.



Í dag (mánudag) fórum við svo í MoMA (nýlistasafnið) hér í SF, og var það alveg ágætt. Það mátti ekki taka myndir inni á sýningunum, en ég smellti nokkrum af í andyrinu.



Sýningin var vel auglýst.



SF MoMA.



Jæja, þá er komið nóg af þessari stuttu myndasýningu. Eins og þið sjáið þá nennti ég ekki að setja þetta upp í síðu! Svona getur maður nú verið latur. :) Vonandi hafiði það öll gott á Fróni. Það styttist í að ég kíki í vorblíðuna með ykkur, bara 25 dagar þangað til. :p
Maggi.
blog comments powered by Disqus