
The Rock.

Ekki var nú rúmt um þá Capone og félaga.
Um kvöldið eftir ferðina í fangelsið fórum við á þrusu sjávarréttastað og ég fékk mér fáránlega góðan rækjurétt (en ekki hvað!) og feitasta eftirrétt í manna minnum. Ég rúllaði útaf staðnum. Við skulum ekki einu sinni minnast á skjaldbökuna. Við ákváðum svo að kíkja á bar um kvöldið fyrst Húsvíkingarnir voru í heimsókn og það var fínasta skemmtun. Enn betri skemmtun var þó biðin eftir strætó á leiðinni á barinn. Ég, Birna og Kolla biðum í 78 mínútur eftir stætó og tókst að stúta allmörgum hvítvínsflöskum á þeim tíma til að stytta okkur stundir. Hér eru örfáar myndir af barnum.

Búnda orðin blörrí af hvítvíninu.

Aggi Húsvíkingur, Camilla og ég.

Trine (NoMA kennari) og Kolla.

Heimir, Aggi og Camilla.
Í dag (mánudag) fórum við svo í MoMA (nýlistasafnið) hér í SF, og var það alveg ágætt. Það mátti ekki taka myndir inni á sýningunum, en ég smellti nokkrum af í andyrinu.

Sýningin var vel auglýst.

SF MoMA.
Jæja, þá er komið nóg af þessari stuttu myndasýningu. Eins og þið sjáið þá nennti ég ekki að setja þetta upp í síðu! Svona getur maður nú verið latur. :) Vonandi hafiði það öll gott á Fróni. Það styttist í að ég kíki í vorblíðuna með ykkur, bara 25 dagar þangað til. :p
Maggi.