miðvikudagur, júlí 19, 2006

Óvenjuleg ástarjátning

Það er merkilegt hvað maður tekur sér fyrir hendur í frítíma sínum. Ég keypti mér bláan spreybrúsa og leigði mér krana um daginn. Þetta er afraksturinn. ;)






Maggi.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Gaman já

Það getur verið gaman í vinnunni. Í gær var ég í Garðinum og tók þar uppá vídjó garðana sem fengu fegrunarverðlaunin þar í bæ (hahaha, já það eru garðar í Garðinum, mjög fyndið æ nó). :) Í dag klippti ég þetta svo saman og setti mússík undir og setti þetta á netið. Hinn daginn gerði ég líka vídjó um krakka sem eru í siglinganámskeiði hjá siglingafélaginu í Keflavík. Bæði þessi vídjó eru í Vef sjónvarpinu á vf.is.

Maggi.

E.s: Ég á ammæli á sunnudaginn! :D Veij!

mánudagur, júlí 10, 2006

Skýjaborgir


Njarðvík, 10. júlí 2006

Live is life

Það er ekki laust við að maður letjist í blogginu á sumrin. Þá nennir heldur enginn að hanga í tölvunni! Nema þeir sem vinna við tölvur... sem eru flestir sem ég þekki. Hmm... kannski ætti maður að vera duglegri.

Lífið er gott. Ég er í fínu djobbi og á gullfallega yndislega kærustu. Vonandi leikur lífið við þig líka.

Maggi.

E.s: Hafiði einhverntíman velt fyrir ykkur hvernig gaurarnir í Opus fundu uppá þessum magnaða texta árið 1984? "Live is life, Na Na Na Na Na!" (8) Hvern hefði dottið í hug að það yrði hittari. Myndin sem fylgir færslunni er tribute til tískunnar það blessaða ár.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Heim í Heiðardalinn

Sumarblíða = Lárétt rigning í Reykjanesbæ. Já ég er kominn heim og veðurguðirnir hafa bryddað uppá þeirri skemmtilegu nýjung að leyfa dropunum að falla lárétt. Það er nú bara hressandi, það þýðir að loftið er tært og ryklaust og maður getur klætt sig í uppáhalds peysuna sína án þess að deyja úr hita. Ef maður tekur líka með sér stóran ruslapoka þegar maður fer út þá kemst maður leiðar sinnar án þess að labba eða nota farartæki! Einkar skemmtilegt. Mæli með að þið prófið það.
Maggi.