þriðjudagur, desember 12, 2006

Stolnar blóðnasir

Og ég fæ blóðnasir
en ég stend alltaf upp.

Þetta eru tvær línur úr laginu Hoppípolla með SigurRós. Ég var fyrst að átta mig á því í dag að þetta er ekkert annað en ritstuldur. Ekki hélt ég að strákarnir í SigurRós yrðu uppvísir að þessu. Það voru einmitt strákarnir í eðalbandinu Chumbawamba sem mæltu þessi orð í laginu Tupthumping frá árinu 1997:

I get knocked down,
but I get up again.

Og strákarnir í Chumbawamba halda áfram:

He sings the songs that remind him
of the good times,
he sings the songs that remind him
of the better times...

Strákarnir í SigurRós gera sér lítið fyrir og stela þessu líka:

Brosandi,
hendumst í hringi,
höldumst í hendur...

Kannski ekki orðrétt en hugtökin eru bersýnilega þau sömu. Ég held við ættum að fara varlega þegar við áfellumst Hannes Hólmstein um ritstuld þegar svona vinnubrögð viðgangast beint fyrir framan nefið á okkur.
Maggi.

E.s: Takk allir fyrir gott partý á laugardaginn!
blog comments powered by Disqus