miðvikudagur, janúar 30, 2008

Ekkert vín, bara Vín

Við höfum ekki enn náð að fagna próflokum með almennilegu djammi! Vorum í rólegheitunum um helgina bara og það var mjög næs. Í fyrramálið fljúgum við svo til Vínar að heimsækja Mandý og fjölskyldu. Komum heim á sunnudaginn, og svo byrjar næsta önn strax á mánudaginn! Best að fara að sofa í hausinn á sér svo maður vakni til að ná fluginu.

Maggi.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Próflok

Það er rétt hjá Höllu, ég má ekki hætta að vera duglegur að blogga þótt vikan sé liðin! :)

Nú eru prófin búin! Loksins! Loksins! Síðasta prófið mitt var á mánudaginn og það gekk alveg glimrandi vel! Allur hópurinn minn fékk 10 í einkunn. Við voru farnir að efast um að einkuninn okkar yrði góð, því það var mjög margt ábótavant í skýrslunni sem við skiluðum inn. Á prófinu bentum við hinsvegar á alla hlutina sem hefðu mátt fara betur og hvernig við hefðum gert það og það gaf okkur helling af stigum. Í einstaklings hlutanum af próinu stóðum við okkur allir mjög vel líka og það náði að hækka einkunnina upp í tíu!

Prófið fer s.s. þannig fram að fyrst er klukkutíma kynning á verkefninu, og svo er hálftíma munnlegt einstaklingspróf á mann. Fyrir þá sem eru á Íslandi og kunna lítið á danska einkunnakerfið, þá er það nú ekki skrítið því það er fáránlegt. Á síðasta ári tóku þeir sig til og gerðu það ennþá fáránlegra! Í gamla skalanum voru mögulegar einkunnir:

00 03 5 6 7 8 9 10 11 13

Þessar tölur þýddu:

00 03 5 = fall.
6 7 8 9 10 11 = náð, ellefu "hæsta" einkunn.
13 = frábærlega æðislegt (mjög sjaldgæft).

Í nýja skalanum eru bara sjö skref:

-3 00 02 4 7 10 12

Þessar tölur þýða:

-3 00 = fall.
02 4 7 10 12 = náð, tólf er hæsta einkunn.

Já þeir eru ótrúlegir þessir Danir. Stökkin milli einkunna eru ekki einu sinni jöfn, stundum munar tveimur og stundum þremur. Núllin á undan sumum tölunum eru sett til að fólk geti ekki skrifað inná einkunnaspjaldið og til dæmis breytt tveimur í tólf. Að geta fengið mínustölu á prófi er líka alveg magnað! Þetta eru húmoristar.

Við vorum semsagt með 7 fyrir skýrsluna, en stóðum okkur svo vel í kynningunni og í prófinu að við náðum að klóra okkur upp í 10! :D

Óskar hópur fer í prófið í dag. Vonandi gengur þeim vel. Ég hef enga trú á öðru. :) Jæja, nú þarf ég að drífa mig í klippingu. Tveggja vikna fríið þar til næsta önn byrjar er vel nýtt. :)

Maggi.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Próóóóf

Jæja, þá er maður á leið í próf enn einu sinni. Sem betur fer síðasta prófið í þessari prófatörn. Ég er búinn að vera hér uppí skóla síðan tíu í morgun og ætla að gista hér. Prófið er svo kl. 9 í fyrramálið og ég fæ að vita einkunnina beint eftir prófið því þetta er munnlegt próf. Gangi mér vel! :)

Maggi.

laugardagur, janúar 19, 2008

Meira YouTube

Þetta er ansi fyndin barátta tveggja sjónvarpsþáttastjórnenda í Bandaríkjunum, Conan O'Brien og Stephen Colbert, um hver þeirra á meira í framboði Mike Huckabee til forseta.




Skelli með öðru myndskeiði þar sem Conan fer í hafnarbolta árið 1864. :)





Maggi.

föstudagur, janúar 18, 2008

Törnin næstum búin

Þessir dagar fara í fátt annað en að undirbúa stóra prófið sem er á mánudaginn. Það fer þannig fram að hópurinn heldur kynningu í klukkutíma (í mesta lagi) og eftir það fara allir hópmeðlimir inn einn í einu og eru þá spurðir spurninga um verkefnið. Inni í prófinu eru tveir kennarar úr skólanum sem voru okkar umsjónarkennarar í vetur, og einn prófdómari sem að þessu sinni er kennari frá DTU. Það er pínu ógnvekjandi að þurfa að sitja fyrir framan þrjá kennara og svara spurningum um þessi fög sem maður hefur bara haft þessa einu önn til að læra. Það fer vonandi allt saman vel. :)

Hér er önnur teiknimynd sem við kynntumst í tíma á önninni, hún heitir Billy's balloon.

Maggi.


fimmtudagur, janúar 17, 2008

Falleg teiknimynd

miðvikudagur, janúar 16, 2008

I'm lovin' it

Stundum er bara einfaldast að láta Makkann sjá um þetta. Það er í lagi svo lengi sem stundum breytist ekki í oft. :)


MaggDónalds.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Loudness war

Hér til hliðar, í krækju-dálkinum mínum, setti ég tvær krækjur á síður sem fjalla um The Loudness War sem er í gangi í tónlistariðnaðinum. Það er ekkert nýtt að tónlistariðnaðurinn snýst um að búa til peninga, og þar sem framleiðendurnir hafa tekið eftir því að fólk er líklegra til að kaupa tónlist sem er með hátt loudness þá hefur hljóðblöndun fyrir geisladiska snúist um það í auknum mæli að framleiða háa tónlist.

Skalinn sem geisladiskar og annað stafrænt efni (t.d. DVD diskar) er hinsvegar ekki gerður til að vera nýttur í botn, heldur á að heyrast munur á hljóðum sem eru há og þeim sem eru lág. Tökum dæmi:


Bryan Adams - Cuts Like a Knife (1983)




Ricky Martin - Livinig La Vida Loca (1999)



Tónlist í líkingu við seinna dæmið er sorglega algeng og eyðileggur upplifunina. Fólk verður meira að segja þreytt og fær hausverk af því að hlusta á tónlist þar sem enginn munur er á hæstu og lægstu hljóðunum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju mörgum finnst LP plötur hljóma betur en geisladiskar. Ef þú hefur ekki skoðað það nú þegar, kíktu á þetta afbragðs dæmi frá YouTube um hvernig tónlistin breytist.

YouTube - The Loudness War

Eftir að ég komst á snoðir um þetta skildi ég loksins hvað vinur minn Bob Dylan átti við þegar hann sagði að það hefði ekki komið út plata í áratugi sem hljómaði vel. Vonandi fer tónlistariðnaðurinn að átta sig á þessu fljótlega og snýr þessari þróun við svo tónlist geti aftur farið að hljóma eins vel og hún getur.

Maggi.



Þessi stelpa er ekki sátt við tónlistariðnaðinn.

mánudagur, janúar 14, 2008

Mánudagur

Ef maður ætlar að blogga einu sinni á dag í viku, er þá ekki upplagt að byrja á mánudegi?! :p

Nú er prófatörn hjá okkur Dönunum, tvö próf búin og eitt (og það stærsta) eftir. Stærðfræði og forritun gengu bara ágætlega hjá okkur báðum og nú er bara að massa þriðja prófið sem er eftir viku.

Fríið okkar er svo vel skipulagt. Eftir prófið eru tvær vikur þar til næsta önn hefst og til að byrja með fáum við Dagnýju vinkonu Óskar í heimsókn yfir helgina. Það verður eflaust þrusu-stuð hjá okkur, enda próflokadjamm og svona. Eftir að Dagný fer aftur heim kíkjum við Ósk svo til Austurríkis! Þar ætlum við að heimsækja Mandý og fjölskyldu, en hún er systir hennar Óskar. Um leið og við komum svo aftur heim til Köben þá hefst Bachelor-önnin okkar! Jább, við útskrifumst í vor með Bachelor gráðu! Alveg magnað.

Það þýðir samt ekkert að slá slöku við, því í haust ætlum við að halda áfram og fara í masterinn. Vorið 2010 verðum við semsagt með meistaragráðu í Medialogy! (ef allt fer að óskum)

Jæja, þýðir ekki að segja frá öllu, þá hefur maður ekkert að segja á morgun.

Maggi.


Vissir þú að árið 2008 er hlaupár?

laugardagur, janúar 12, 2008

Ein...

...færsla á dag í viku? Jú ég held að það sé málið. Koma smá lífi í þetta. Bíðið spennt.

Maggi.