Skalinn sem geisladiskar og annað stafrænt efni (t.d. DVD diskar) er hinsvegar ekki gerður til að vera nýttur í botn, heldur á að heyrast munur á hljóðum sem eru há og þeim sem eru lág. Tökum dæmi:


Tónlist í líkingu við seinna dæmið er sorglega algeng og eyðileggur upplifunina. Fólk verður meira að segja þreytt og fær hausverk af því að hlusta á tónlist þar sem enginn munur er á hæstu og lægstu hljóðunum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju mörgum finnst LP plötur hljóma betur en geisladiskar. Ef þú hefur ekki skoðað það nú þegar, kíktu á þetta afbragðs dæmi frá YouTube um hvernig tónlistin breytist.
YouTube - The Loudness War
Eftir að ég komst á snoðir um þetta skildi ég loksins hvað vinur minn Bob Dylan átti við þegar hann sagði að það hefði ekki komið út plata í áratugi sem hljómaði vel. Vonandi fer tónlistariðnaðurinn að átta sig á þessu fljótlega og snýr þessari þróun við svo tónlist geti aftur farið að hljóma eins vel og hún getur.
Maggi.
