sunnudagur, júní 01, 2008

Light at the end of the tunnel

Jæja það styttist í skil! Tveir dagar eftir til að fínpússa skýrsluna og svo er törnin búin! Í bili. Við taka nokkrir dagar til að fagna og slappa af og svo beint í að undirbúa lokaprófið. Þetta gengur mjög vel hjá okkur, lokaspretturinn hefur oft verið erfiðari, en samt hefur þetta tekið á. Ég tók 18 tíma törn á laugardaginn, frá sjö um morguninn til tvö um nóttina, í að lesa og leiðrétta góðan part af skýrslunni. Hún er um 130 síður og á eftir að lengjast eitthvað smá, en endar eflaust í kringum 140 síður í heildina með öllu aukaefni. Hún er bara nokkuð þétt að mínu mati. Ég hlakka liggur við til að fara í prófið því ég get svarað flestum spurningum held ég sem ég gæt verið spurður um verkefnið okkar.

Ef þú ert ekki búinn að sjá Charlie The Unicorn þá mæli ég með því ef þú fílar steiktan húmor. Framhaldið er ekki síðra, og meira að segja betra að mínu mati. Ekki er öll vitleysan eins. :)

Maggi.

blog comments powered by Disqus