miðvikudagur, apríl 29, 2009

Törnin að hefjast

Þá er komið að enn einni lokaverkefnis-törninni. Mánuður í skil og allt of mikið eftir! En þetta verður eflaust fljótt að líða, um að gera að hafa bara gaman að þessu. Í þetta sinn er ég bara í tveggja manna hóp þannig að þetta er með öðruvísi sniði en áður. Meira álag að sumu leiti, en auðveldara að taka ákvarðanir því það þarf ekki að taka tillit til jafn margra skoðana.

Það er heldur betur komið sumar í Danmörku, 18-19 gráður og sól alla daga undanfarið og á næstunni. Maður kvartar ekki yfir því. Við fórum meira að segja á ströndina um helgina! Það var mjög gott að sóla sig aðeins og borða ferskan ananas. :) Eftir strandferðina hljóp ég svo kílómetrana fimm heim í stað þess að taka Metro! Ótrúlegur dugnaður, ekkert lítið dasaður eftir sól og 18 stiga hita.

Maggi.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Kaldbakur


IMGP9708, originally uploaded by Magnús Sveinn.

Ég er búinn að setja inn myndir á flickr frá ferðinni á Kaldbak frá því í fyrra. Betra seint en aldrei!

Maggi.

sunnudagur, apríl 19, 2009

Páskahrekkur

fimmtudagur, apríl 16, 2009

maggi.tk sneri aftur til heimahagana

Ég var að skoða hvort ég gæti ekki fengið nýja og styttri slóð á þessa bloggsíðu því carrottop.blogspot.com er ekki mjög þjált og erfitt að muna. Ég var alveg búinn að kveðja maggi.tk lénið en viti menn, ég athugaði það og það var laust! Þannig að núna hef ég endurheimt lénið sem var stolið af einhverri ljótri auglýsingasíðu fyrir ári síðan.

Nú styttist í að við Ósk förum aftur til Danmerkur í vorblíðuna. Verst að maður þarf að helga sig lokaverkefninu næstu tvo mánuðina tæpa. Þetta verður samt eflaust fljótt að líða og komið sumar áður en maður veit af! :)

Maggi.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Myndir frá Akureyrarför


IMGP2688, originally uploaded by Magnús Sveinn.

Ég er farinn að nota flickr til að setja inn myndir og er búinn að setja inn nokkrar myndir frá ferðalaginu frá Akureyri til Reykjavíkur nú á mánudaginn.

Maggi.

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Blip FM

Það er til ótrúlega mikið af "social networking" síðum á netinu. Ég nota nokkrar þeirra (eins og sjá má á linkunum hér til hægri á síðunni), en sú nýjasta sem ég hef prófað heitir Blip FM. Þar get ég sent inn ábendingar um tónlist sem mér þykir góð og þannig deilt tónlist með fólki sem langar að fylgjast með því. Til þess að sameina þessa sniðugu síðu og bloggið mitt setti ég spilara hér efst á síðuna með nýjustu færslunni frá mér. Þannig að ef þig langar að hlusta á lagið sem ég er að benda á, þá smelliru einfaldlega á "play" og svo getur þú hlustað á lagið svo lengi sem glugginn er opinn. Sniðugt, ekki satt? Til að sjá fleiri ábendingar frá mér þá smellir þú einfaldlega á Blip FM táknið vinstra megin við ábendingarnar.

Maggi.

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Magnaðir hlutir að gerast í dag!

Björk syngur fyrir Led Zeppelin - bjork.com

Leynilegt neðanjarðarbyrgi á gamla vallarsvæðinu - vf.is

Selja húsbúnað úr gömlum bönkum - mbl.is

Jónsi í SigurRós syngur með Coldplay - sigur-ros.co.uk

Google gerir, CADIE, tölvu sem hugsar sjálfstætt
- Hér er heimasíðan sem CADIE útbjó sjálfkrafa

Nýr bjór, Icelandic Poverty Ale, gefinn í Kringlunni - visir.is

Thom Yorke í Fríkirkjunni í kvöld - rjominn.is

Maggi.