miðvikudagur, apríl 29, 2009

Törnin að hefjast

Þá er komið að enn einni lokaverkefnis-törninni. Mánuður í skil og allt of mikið eftir! En þetta verður eflaust fljótt að líða, um að gera að hafa bara gaman að þessu. Í þetta sinn er ég bara í tveggja manna hóp þannig að þetta er með öðruvísi sniði en áður. Meira álag að sumu leiti, en auðveldara að taka ákvarðanir því það þarf ekki að taka tillit til jafn margra skoðana.

Það er heldur betur komið sumar í Danmörku, 18-19 gráður og sól alla daga undanfarið og á næstunni. Maður kvartar ekki yfir því. Við fórum meira að segja á ströndina um helgina! Það var mjög gott að sóla sig aðeins og borða ferskan ananas. :) Eftir strandferðina hljóp ég svo kílómetrana fimm heim í stað þess að taka Metro! Ótrúlegur dugnaður, ekkert lítið dasaður eftir sól og 18 stiga hita.

Maggi.
blog comments powered by Disqus