miðvikudagur, desember 29, 2004

Gleðilega rest!

Þá er maður kominn til Akureyris þar sem fólk segir gleðilega rest, eins skrítið og það kann að hljóma. Ég er orðinn vanur því að vera á Íslandi og tilhugsunin um að fara aftur til Danmerkur er svolítið skrítin, en samt góð. Það verður gaman að fara aftur út þótt næsta hrina verði í lengra lagi. Ég býst ekki við því að koma heim um páskana og því verð ég í tæpa sex mánuði í Danmörku, frá 10. janúar til 4. júlí. Vonandi verður jafn gaman og það var í haust.

En já, ég ákvað að skella mér til Akureyrar (ég veit að það er vitlaust að segja Akureyris en það er bara skemmtilegara) til að heimsækja pabba og fjölskyldu ásamt Fjólu systur og Davíð kærastanum hennar. Við förum aftur heima á morgun og eyðum áramótunum fyrir sunnan. Það á enn eftir að koma almennilega í ljós hvað gerist á gamlárskvöld en sama hvað það verður þá mun verða gaman eins og alltaf, það er ég viss um. Á annan í jólum fór ég á Litlu-jól með strákunum og svo á ball með Sálinni í Stapa og það var rosaleg stemmning og margt um manninn eins og alltaf. Gaman að hitta allt fólkið sem maður hafði ekki hitt í töluvert lengri tíma en oftast.

Ég kveð ykkur að sinni, vonandi eigið þið gleðilega rest. :)
Kær kveðja að norðan,
Magnús Sveinn.
blog comments powered by Disqus