fimmtudagur, desember 02, 2004

HJÁLPIÐ MAGNÚSI!

Það er aldeilis að bloggletin hefur tekið völdin hérna. En nóg hefur verið að gerast. Ég fór til Kaupmannahafnar síðustu helgi í fríðu föruneyti. "Hópurinn", sem sagt ég, Gústi, Elva, Lára og Rebekka, ákváðum að fara öll á fimmtudeginum því það væri ómögulegt að vera bara eina nótt, og lestirnar eru líka ódýrari á fimmtudögum en föstudögum. Við gistum í gömlu íbúðinni hennar Elvu þar sem Inga vinkona hennar býr núna, og það voru góðar móttökur á þeim bænum. Á föstudeginum fór ég svo á tónleika með Interpol með nokkrum strákum hér úr skólanum en krakkrnir áttu ekki miða (það var löngu uppselt). Tónleikarnir voru frábærir (að sjálfsögðu) þótt það næðist ekki sama stemmning og næst alltaf heima á Íslandi á tónleikum. En Interpol voru virkilega góðir og gaman að fá að sjá þessa snilldar hljómsveit spila aftur, en ég sá þá einmitt á Hróarskeldu '03 þegar þeir voru rétt að byrja að meika það.

Eftir tónleikana var svo djammað niðrí bæ langt framundir morgun og voru sumir orðnir ansi skrautlegir, nefni engin nöfn. Á laugardeginum ætluðum við svo að fara heim en það var svo gaman hjá okkur að ég, Lára og Elva ákváðum að vera eina nótt í viðbót en Gústi og Rebekka fóru heim. Við hittum aftur eitthvað af strákunum sem við höfðum hitt kvöldið áður og kíktum á tónleika með íslenskri pönkhljómsveit sem syngur á dönsku. Þessir tónleikar voru í Öresunds-kollegí þar sem ég held að hlutfallið sé 600 Íslendingar af 2000 manns í heildina sem búa þar. Það er bara ekki þverfótað fyrir þessum Íslendingum útum allt.

Á sunnudeginum kíktum við svo niður í bæ og sáum stóra jólatréið á torginu í fullum skrúða þegar búið var að kveikja á því (rétt misstum af því þegar kveikt var) og sáum milljón manns á Strikinu, enginn smá mannfjöldi um allan bæ. En við vorum þreytt eftir helgina og drifum okkur heim. Vikan er svo búin að fara í eintóma verkefnavinnu því við höfum bara tvær og hálfa viku til að klára þetta verkefni og við viljum sko gera það almennilega.

Það er einmitt meiningin með fyrirsögninni. Ef þú smellir á hana þá ferðu beint á könnun sem við settum á netið og hún snýst um Bang & Olufsen sem verkefnið okkar fjallar einmitt um. Endilega takið þátt í könnuninni fyrir mig og ef þið eruð hjálpsamar manneskjur þá megiði láta sem flesta vita af henni! Það væri ótrúlega vel þegið, sendið póst á alla sem þið þekkið eða gangið með skilti niðrí bæ eða eitthvað. Það myndi hjálpa okkur alveg helling. :) Ég læt svo inn myndir af helginni hingað á síðuna á morgun. Þarf að leggja mig núna. Góða nótt,
Magnús Sveinn.

*uppfærsla* könnunin er búinn og linkurinn því farinn. :)
blog comments powered by Disqus