laugardagur, júní 25, 2005

Roskilde 2005! Here I come!

Ójá, Hróarskelda er á næsta leyti. Núna á eftir skellum við okkur uppí lest og brunum innní Hróarskeldubæinn og bíðum þar til morguns en þá opnar svæðið. Þessa viku erum við búin að vera hér í Horsens að undirbúa hátíðina, kaupa það sem þarf, tjöld, svefnpoka, dýnur, partýtjöld, kerru (fyrir bjórinn, 15 kassa takk fyrir!) og margt fleira. Við keyptum líka efni í tvær risa bongur, þannig að bjórinn verður ekki lengi að renna niður!

Margir eru búnir að óska þess að veðrið verði vont alla vikuna á hátíðinni. Það er magnað hvað það er góð tenging þess á milli hvort fólk fari eða ekki, því þeir sem fara ekki virðast vilja vonda veðrið. Gæti það nokkuð verið öfundsýki? Fyrir þá sem eru búnir að óska þess að veðrið verði vont ætla ég að sýna ykkur veðurspána fyrir vikuna sem var gefin út í dag. Svona verður veðrið í Hróarskeldu komandi viku:



MÚHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
Þannig er nú það. Ég hef aldrei séð svona marga sólardaga í röð á þessari síðu! Ef þið trúið mér ekki, kíkið þá bara inná síðuna sjálfa. Vonandi verður líka gott veður heima og allir skemmta sér rosalega vel fyrstu helgina í júlí. Við hér í Danmörku ætlum að fara á Roskilde Festival og skemmta okkur konunglega! :D Næst þegar þið heyrið í mér verð ég líklegast kominn aftur á klakann og ég skal reyna að taka góða veðrið með mér ef ég hef pláss í töskunni. Kær kveðja úr hitanum í Danaveldi,
Magnús Sveinn.
blog comments powered by Disqus