mánudagur, apríl 30, 2007

Einkahúmor

Það leiðinlega við að blogga á hverjum degi er að maður fær svo fá komment! Hér kemur myndbandið sem við gerðum fyrir hann Jóa. Það er stuttmynd og fjallar um nokkur umtöluð atriði í hans lífi. Þetta er frekar mikill einkahúmor þannig að ætli það séu ekki mest þeir sem þekkja Jóa sem hafa gaman að þessu.




Maggi.

sunnudagur, apríl 29, 2007

Göngutúr







Hilmar pabbi hennar Óskar er í heimsókn hjá okkur og við röltum um borgina og skoðuðum nokkra fræga túristastaði, til dæmis Nyhavn og Litlu hafmeyjuna. Það var frábært veður eins og er búið að vera undanfarna daga og þetta var mjög góður göngutúr. Í kvöld er svo planið að horfa á mafíósamyndina The Departed og hafa það gott. Vonandi var þessi sunnudagur hjá ykkur jafn næs og hjá okkur.
Maggi.

laugardagur, apríl 28, 2007

Nýjung(agirni)

Það eru ár og aldir síðan ég hef gert eitthvað nýtt á blogginu mínu og það var því heldur betur kominn tími til. Ég bjó til smá Flash sem birtir nýjustu bókamerkin sem ég set inn í Firefox. Ég rakst nefnilega um daginn á síðu sem heitir því óþjála nafni del.icio.us og er mikið notuð af fólki sem vill hafa bókamerkin sín á netinu svo hægt sé að nálgast þau úr öllum tölvum. Auðvitað langaði mig að prófa þetta og ákvað að deila því sem mér finnst vert að muna með fólkinu sem les bloggið mitt. Þannig að ef þú kemur hér inn og ég hef enga færslu skrifað (sem er þó harla ólíklegt) þá getur þú fundið einhverja afþreyingu í að kíkj á linkalistann hér á hægri hönd. :)
Maggi.

E.s: Það eru víst smá byrjunarörðugleikar á þessu. Endilega látið vita hvort þetta virkar hjá ykkur og hvaða stýrikerfi og vafra þið eruð að nota. (Gæti verið að þú þurfir að leyfa pop-up fyrir þessa síðu.)

föstudagur, apríl 27, 2007

Sumar

Þetta er ekki amalegt.



Það er heldur betur farið að vora hjá okkur, jafnvel hægt að segja að sumarið sé komið í allri sinni dýrð. Verst að við þurfum að hanga inni í heilan mánuð í viðbót og vinna að lokaverkefninu okkar. Eftir það taka við þrjár vikur af prófum. Síðustu vikuna í júní þurfum við svo að flytja úr íbúðinni okkar. Eftir það er það Hróarskelda og svo heim! Jább, ákvörðunin er tekin, við munum fara á Hróarskeldu. Það eru verðlaunin okkar eftir fyrsta árið okkar í skólanum. Gott að taka sér pínulítið frí áður en maður fer svo heim til að vinna í allt sumar. Við Ósk vinnum á sömu stöðum og í fyrra og allt stefnir í mjög gott sumar. Ekki verra að byrja það á smá hitabylgju! :p

Maggi.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

X-Moto

Ég og fleiri höfum endurvakið gamla fíkn á þessari önn en fíknin hefur nú breytt um nafn. Hún hét áður Elasto Mania, æðislegur mótorhjólaleikur sem var mjög undarlegt að stjórna. Það er komin ný útgáfa af þessum leik og heitir hann X-Moto.



Það er alveg merkilegt hvað maður getur festst í honum og tíminn flýgur frá manni ef maður álpast til að opna hann. Leikurinn er ókeypis og má hann finna hér:

Sækja X-Moto

Svo hef ég ákveðið að setja inn vídjóið hans Andrésar sem átti afmæli um daginn. Textinn er mun betri en söngurinn! :p





Maggi.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

DVD

Ætlaði ég annars ekki að byrja á blogg átakinu í dag? :) Það er margt búið að drífa á daga okkar undanfarið. Sista mamma hennar Óskar kom í heimsókn til okkar um páskana og fjölskyldan hans Bigga líka! Það var mjög gaman, fjölskyldupáskar og auðvitað ofát á íslenskum páskaeggjum og meira að segja íslenskt lambalæri og hangikjöt á boðstólnum líka!

Eftir páskana tók við mikil vinna við að klára myndbönd sem við höfðum ákveðið að gera í tilefni af 25 ára afmælum Jóa og Andrésar. Jói átti reyndar afmæli í mars en við náðum ekki að klára myndbandið í tæka tíð eftir að afmælinu var flýtt. Það kom þó ekki að sök því við gerðum myndböndin bara á sama tíma og sýndum þau í afmælinu hans Andrésar sem var haldið síðustu helgi. Það var virkilega vel heppnað og þeir voru mjög ánægðir með gjafirnar sínar. Við bjuggum líka til DVD-cover fyrir myndirnar og DVD diska með alvöru valmynd og aukaefni og flottheitum. Ég set kannski myndböndin hérna inná fljótlega til að halda smá spennu í þessu en til að byrja með set ég DVD coverinn hér inn.

DVD-hulstrið hans Andrésar.
DVD-hulstrið hans Jóa.

Maggi.

mánudagur, apríl 23, 2007

Metnaður

Ég get sko svarið það. Ég er búinn að blogga á hverjum degi í þennan mánuðinn en einhvernvegin tekst blogger að henda út hverri færslunni á fætur annarri! Það virðist vera að ég hafi ekki bloggað síðan 25. mars!

...neeeeiii, ég fæ mig ekki til þess að ljúga að ykkur. Þetta er leti. Það má kalla það blogg-leti, skrif-leti eða bara almenna leti. Ég er ekki búinn að blogga í tæpan mánuð og það er skammarlegt! Ég ætla að bæta úr því. Það besta er að setja markmið eins og ég gerði um daginn. Eitt blogg á dag í amk viku! Höfum það amk átta daga svo það sé nú meira en síðast. :)

Í tilefni þess hvað ég ætla að vera duglegur næstu daga þá ætla ég að láta hér staðar numið. Meira á morgun!

Maggi.