Ég get sko svarið það. Ég er búinn að blogga á hverjum degi í þennan mánuðinn en einhvernvegin tekst blogger að henda út hverri færslunni á fætur annarri! Það virðist vera að ég hafi ekki bloggað síðan 25. mars!
...neeeeiii, ég fæ mig ekki til þess að ljúga að ykkur. Þetta er leti. Það má kalla það blogg-leti, skrif-leti eða bara almenna leti. Ég er ekki búinn að blogga í tæpan mánuð og það er skammarlegt! Ég ætla að bæta úr því. Það besta er að setja markmið eins og ég gerði um daginn. Eitt blogg á dag í amk viku! Höfum það amk átta daga svo það sé nú meira en síðast. :)
Í tilefni þess hvað ég ætla að vera duglegur næstu daga þá ætla ég að láta hér staðar numið. Meira á morgun!
Maggi.