föstudagur, apríl 27, 2007

Sumar

Þetta er ekki amalegt.



Það er heldur betur farið að vora hjá okkur, jafnvel hægt að segja að sumarið sé komið í allri sinni dýrð. Verst að við þurfum að hanga inni í heilan mánuð í viðbót og vinna að lokaverkefninu okkar. Eftir það taka við þrjár vikur af prófum. Síðustu vikuna í júní þurfum við svo að flytja úr íbúðinni okkar. Eftir það er það Hróarskelda og svo heim! Jább, ákvörðunin er tekin, við munum fara á Hróarskeldu. Það eru verðlaunin okkar eftir fyrsta árið okkar í skólanum. Gott að taka sér pínulítið frí áður en maður fer svo heim til að vinna í allt sumar. Við Ósk vinnum á sömu stöðum og í fyrra og allt stefnir í mjög gott sumar. Ekki verra að byrja það á smá hitabylgju! :p

Maggi.
blog comments powered by Disqus