laugardagur, apríl 28, 2007

Nýjung(agirni)

Það eru ár og aldir síðan ég hef gert eitthvað nýtt á blogginu mínu og það var því heldur betur kominn tími til. Ég bjó til smá Flash sem birtir nýjustu bókamerkin sem ég set inn í Firefox. Ég rakst nefnilega um daginn á síðu sem heitir því óþjála nafni del.icio.us og er mikið notuð af fólki sem vill hafa bókamerkin sín á netinu svo hægt sé að nálgast þau úr öllum tölvum. Auðvitað langaði mig að prófa þetta og ákvað að deila því sem mér finnst vert að muna með fólkinu sem les bloggið mitt. Þannig að ef þú kemur hér inn og ég hef enga færslu skrifað (sem er þó harla ólíklegt) þá getur þú fundið einhverja afþreyingu í að kíkj á linkalistann hér á hægri hönd. :)
Maggi.

E.s: Það eru víst smá byrjunarörðugleikar á þessu. Endilega látið vita hvort þetta virkar hjá ykkur og hvaða stýrikerfi og vafra þið eruð að nota. (Gæti verið að þú þurfir að leyfa pop-up fyrir þessa síðu.)
blog comments powered by Disqus