fimmtudagur, maí 31, 2007

Búin, loksins búin

Þá er lokaverkefnið á enda. Um leið og við erum búin að ná andanum aftur þá hefst þriggja vikna prófatörn. Þrátt fyrir að skýrslan hafi ekki verið tilbúin fyrr en kvöldið fyrir skil þá náði ég að eyða nóttinni í að búa til smá vídjó fyrir verkefnið. Þetta er nú hvorki stórt né mikið vídjó en við lentum í eintómu veseni við að búa það til og þessvegna tók það alla nóttina. Hér er afraksturinn.





Maggi.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Vf.is Widget

Á meðan ég er ekki að vinna að lokaverkefninu mínu þá bý ég til Widget! Hér er Vf.is Widget sem sýnir nýjustu greinarnar á síðunni. Þið Suðurnesjafólk sem notið makka getið sótt hann hér! Hér sjáið þið svo framan og aftan á Widget-inn.





Maggi.

þriðjudagur, maí 29, 2007

Fallegt lag fyrir svefninn

Alexi Murdoch er mjög hugljúfur og skemmtilegur tónlistarmaður. Hér er lag með honum sem heitir Orange Sky af plötunni Time Without Consequence.



Maggi.

Lokaspretturinn

Tveir dagar eftir af lokaverkefninu! Brjálað að gera.



Maggi.

mánudagur, maí 28, 2007

A-N-DRÉ-S!

Það klikkaði fyrir mánuði síðan að setja inn myndbandið sem við gerðum fyrir hann Andrés. Ef einhver vanmetur þá vinnu sem fer í að gera tónlistar myndband þá... ég veit ekki alveg hvernig ég ætlaði að klára þessa setningu. En það er amk mikil vinna! :D Þrátt fyrir að eitthvað skorti uppá sönghæfileikana hjá okkur sem gerðum myndbandið þá er textinn við lagið þeim mun betri. :) Njótið vel!





Maggi.

laugardagur, maí 26, 2007

Widget

Ég rakst á mjög skemmtilegt forrit í gær. Það heitir Dashcode og er það notað til að búa til Widgets á auðveldan hátt. Þeir sem eru makka-notendur þekkja þetta hugtak væntanlega vel en fyrir hina, þá eru þetta lítil forrit sem birtast á skjánum þegar maður kallar á Dashboard, sem er í öllum epla-tölvum.

Að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og bjó mér til minn eigin Wdget sem sýnir öll nýjustu kommentin á blogginu mínu. Þannig að ég þarf ekki að opna bloggið mitt til að skoða kommentin heldur opna ég bara Dashboard og þar eru þau! Fyrir utan að þetta sparar tíma þá eru líka minni líkur á því að ég missi af kommenti ef einhver kommentar á eldri færslur. Svona lítur Widget-inn minn út:



Ég efast um að einhver sé svo mikil áhugamanneskja um bloggið mitt að þau langi í þennan Widget, en hey, af hverju ekki að leyfa ykkur makkafólki að prófa. :)

maggi.tk comments widget

Maggi.

föstudagur, maí 25, 2007

Fleiri getraunir

Þetta var greinilega allt of auðvelt í síðustu færslu. Hér kemur önnur getraun. Í þetta skiptið eru það þrjú mismunandi geisladiskahulstur;



Það er leyfilegt að giska bara á eitt ef þú nærð ekki öllum.

Maggi.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Getraun

Brjálað að gera! Vika í skil á lokaverkefni. Hér er getraun.

Framan á hvaða geisladisk er þessi mynd?
(Ath. þetta er bara lítill hluti af myndinni)



Maggi.

fimmtudagur, maí 17, 2007

One

Ég veit að Metallica or U2 eru sammála mér, þetta orð er til. Hérna er líka sönnun á því! En sumir vilja bara ekki viðurkenna þetta.



Maggi.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Loka

Lokaverkefnið okkar er nú í algleymingi (alltaf hefur mér þótt þetta orð verið vitlaust notað, mér finnst það sem er í "algleymingi" vera mjög auðgleymt, en svo er víst ekki). Við erum í skólanum alla daga þótt fyrirlestrarnir séu löngu búnir og vinnum eins og við ættum lífið að leysa. Þegar þetta er skrifað eru tvær og hálf vika í skil.

Þetta er dæmi um það sem ég hef verið að vinna undanfarna daga og vikur. Þetta er "patch" í forriti sem heitir Max/MSP. Þetta forrit er notað til að búa til tónlist meðal annars en það sem ég sýndi ykkur notum við í verkefninu til að reikna stigin í tölvuleiknum okkar. Þetta er svona einn tíundi af því sem ég er búinn að gera í forritinu. Ég veit þetta lítur illa út (og þess vegna sýndi ég ykkur það!) en þetta er frekar skemmtilegt barasta. Alltaf gaman að kunna eitthvað sem lítur út fyrir að vera rosalega flókið! :)

Allt gott að frétta úr Danmörku. Gott veður flesta daga en við náum að sjálfsögðu ekki að njóta þess. En það styttist í að mánaðarkortin okkar í strætó renni út og þá verður hjólað í skólann á hverjum degi! Þá verðum við sko brún og stælt, bíðiði bara.

Maggi.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Smá próf...

## Update! Könnunin er búin. Til ykkar sem tókuð þátt, takk fyrir! ##

Ég ætla að biðja þig lesandi góður að taka smá próf fyrir mig. Þetta tekur eina mínútu og þú þarft að prófa smá leik og svara svo einni spurningu í lokin. Þetta er á ensku en ég býst nú við því að flestir sem þetta lesa kunni ensku.

Smelltu hér til að taka prófið

Takk fyrir hjálpina! :)
Maggi

"Help, I'm in a nutshell!"

Ég var að lesa blogg hjá manni sem er mjög ósáttur við íslenskukunnáttu þeirra sem vinna hjá mbl.is. Ég er hættur að kippa mér upp við að þar komi fram stafsetningar- og málvillur því þær eru orðnar ansi algengar. En ég varð að röfla svolítið sjálfur um uppsetningu frétta hjá þeim. Þeir taka sig stundum til og setja neðst í fréttina stuttan texta með fyrirsögninni "Í hnotskurn". Maður hefði ætlað að það þýddi að fréttin væri endursögð í mjög stuttu máli fyrir þá sem vilja vita eitthvað um innihald hennar án þess að lesa hana alla. Maður hefði líka búist við því að sniðugra væri að hafa slíkan texta fyrir ofan fréttina svo maður reki ekki augun í þetta þegar maður er búinn að lesa fréttina. Þeir sem eru búnir að lesa alla fréttina ættu heldur ekki að þurfa að lesa hana "í hnotskurn" því þeir eru búnir með hana alla. En þetta er bara það sem mér finnst.

Þeim hjá mbl.is finnst greinilega að fréttin í hnotskurn þurfi ekki að innihalda eina einustu staðreynd sem kom fram í fréttinni heldur eingöngu nýjar staðreyndir. Sbr. þessi frétt:

Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík

Mér finnst þetta alveg fáránlegt. Vonandi átta þeir sig á þessu og breyta þessu fyrirkomulagi.

Í hnotskurn
- Stærsti fíll sem veiðst hefur var 12 tonn og 4.2 metrar á hæð.
- Lake Geneva er stærsta stöðuvatn í mið-Evrópu.
- Susie Hewer á heimsmetið í "að prjóna trefil á meðan maður hleypur maraþon". Trefillinn hennar var 1.2 metrar.


Maggi.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Please wait

Mér fannst þetta fyndið.

Maggi.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Þrívídd á baráttudegi verkalýðs

Ekki versnar það.

Í dag var síðasti dagurinn hans Hilmars hjá okkur hér í Köben og nýttum við hann í að skoða Planetarium Tycho Brahe. Það var mjög fínt, byrjuðum á að fara í þrívíddarbíó í IMAX bíósal og skoðuðum okkur svo um á safninu og fræddumst um stjörnufræði. Svo var meira þrívíddarbíó, bæði rússíbani og safarí í Afríku, en safaríið var toppurinn á þessari heimsókn að mínu mati. Ótrúlegar myndir af fílum í návígi og ennþá ótrúlegra að sjá þá í þrívídd svona nálægt.

Eftir það fór Hilmar uppá flugvöll en ég og Ósk nýttum bæjarferðina og fórum í Fields og keyptum okkur brauðrist! Hún er búin að vera lengi á innkaupalistanum en við fundum ekki þá réttu (lesist; nógu ódýra) fyrr en í dag.


Hver man ekki eftir þessum?

Framundan er brjáluð vinna við að klára lokaverkefnið sem á að skila í lok mánaðarins. Nóg er eftir og því þurfa hóparnir okkar að láta hendur standa fram úr ermum ef við viljum skila góðum verkefnum. Báðir hóparnir voru með þeim hæstu á síðustu önn og vonandi verður engin breyting þar á.

Maggi.