þriðjudagur, maí 01, 2007

Þrívídd á baráttudegi verkalýðs

Ekki versnar það.

Í dag var síðasti dagurinn hans Hilmars hjá okkur hér í Köben og nýttum við hann í að skoða Planetarium Tycho Brahe. Það var mjög fínt, byrjuðum á að fara í þrívíddarbíó í IMAX bíósal og skoðuðum okkur svo um á safninu og fræddumst um stjörnufræði. Svo var meira þrívíddarbíó, bæði rússíbani og safarí í Afríku, en safaríið var toppurinn á þessari heimsókn að mínu mati. Ótrúlegar myndir af fílum í návígi og ennþá ótrúlegra að sjá þá í þrívídd svona nálægt.

Eftir það fór Hilmar uppá flugvöll en ég og Ósk nýttum bæjarferðina og fórum í Fields og keyptum okkur brauðrist! Hún er búin að vera lengi á innkaupalistanum en við fundum ekki þá réttu (lesist; nógu ódýra) fyrr en í dag.


Hver man ekki eftir þessum?

Framundan er brjáluð vinna við að klára lokaverkefnið sem á að skila í lok mánaðarins. Nóg er eftir og því þurfa hóparnir okkar að láta hendur standa fram úr ermum ef við viljum skila góðum verkefnum. Báðir hóparnir voru með þeim hæstu á síðustu önn og vonandi verður engin breyting þar á.

Maggi.
blog comments powered by Disqus