þriðjudagur, maí 15, 2007

Loka

Lokaverkefnið okkar er nú í algleymingi (alltaf hefur mér þótt þetta orð verið vitlaust notað, mér finnst það sem er í "algleymingi" vera mjög auðgleymt, en svo er víst ekki). Við erum í skólanum alla daga þótt fyrirlestrarnir séu löngu búnir og vinnum eins og við ættum lífið að leysa. Þegar þetta er skrifað eru tvær og hálf vika í skil.

Þetta er dæmi um það sem ég hef verið að vinna undanfarna daga og vikur. Þetta er "patch" í forriti sem heitir Max/MSP. Þetta forrit er notað til að búa til tónlist meðal annars en það sem ég sýndi ykkur notum við í verkefninu til að reikna stigin í tölvuleiknum okkar. Þetta er svona einn tíundi af því sem ég er búinn að gera í forritinu. Ég veit þetta lítur illa út (og þess vegna sýndi ég ykkur það!) en þetta er frekar skemmtilegt barasta. Alltaf gaman að kunna eitthvað sem lítur út fyrir að vera rosalega flókið! :)

Allt gott að frétta úr Danmörku. Gott veður flesta daga en við náum að sjálfsögðu ekki að njóta þess. En það styttist í að mánaðarkortin okkar í strætó renni út og þá verður hjólað í skólann á hverjum degi! Þá verðum við sko brún og stælt, bíðiði bara.

Maggi.
blog comments powered by Disqus