laugardagur, júní 27, 2009

Frí!


Streetlight, originally uploaded by Magnús Sveinn.

Þá er sumarfríið formlega hafið! Við Christian kláruðum lokaprófið með stæl. fengum 12 sem er hæsta einkunn á kjánalega danska skalanum. Við Ósk förum heim til Íslands á fimmtudaginn og byrjum sumarfríið okkar á því að fara á ættarmót á Siglufirði. Það verður örugglega mjög gaman, fyrsta og eflaust ekki síðasta ættarmót þessa hluta fjölskyldunnar.

Allt er klappað og klárt í sambandi við haustið. Við erum búin að leigja íbúðina okkar bæði í sumar og í haust og komin með íbúð í Austurríki rétt hjá skólanum okkar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við njótum þess í botn að vera í fríi í sumar og að við eigum góða skiptiönn í haust í Austurríki.

Maggi.

P.s: Fjóla, er ekki farinn að vera kominn tími á lítinn frænda eða litla frænku? Ég bara spyr. ;)

blog comments powered by Disqus