laugardagur, desember 05, 2009

Tilraun

Smá tilraun. Ég sit við eldhúsborðið og skrifa þetta blogg. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema að tölvan mín er á sófanum, u.þ.b. þrejá metra frá mér. Þetta er ekki mont yfir því að eiga þráðlausts lyklaborð, heldur tilraun í því hversu vel mér gengur að skrifa án þess að ruglast. éÉg ætla að senda færsluna án þess að leiðrétta hana. Venjulega er ég frekar smámunasamur gagnkvart málfari og stafsetningu á blogginu mínu, ég veit ekki af hverju það nú er. Úff nú er ég að ruglast þvílíkt, jæja, það verður að hafa það. Vá, þetta á eftir að verða ein leiðinlegasta færsla sem ég hef skrifað. Það er kannski ágætt því það endurspeglar daginn minn, hann var grútleiðinlegur. Þessi helgi verður þó vonandi betri.

Á morgun er partý á skólabarnum. Þar munu spila tvær hljómsveitir og það verður eflaust gaman. Á sunnudaginn er svo planið að fara til Vínar og hitta Ósk sem kemur frá Íslandi, og auðvitað Mandý og fjölskyldu. Á mánudaginn á Ósk svo afmæli! Stór-afmæli meira að segja, hún verður aldarfjórðungs gömul. Kannski við nýtum tímann og kíkjum á jólamarkaðina í Vín og jafnvel á ljósmyndasýningu, hver veit?

Jæja, best að hætta þessu. Ég ætla að lesa yfir það sem ég skrifaði. Kannski er skemmtilegra að ég leiðrétti villurnar og segi frekar í lokin hvað ég gerði margar? Sjáum til, ég skrifa bara eftirmála um þessa glötuðu tilraun. :)

Maggi.

E.s: Þetta var bara ekki svo slæmt! Villurnar fá að standa. :p

þriðjudagur, desember 01, 2009

Fjögur ár

Það er aldeilis að mér finnst gaman að setja tölur í titilinn á bloggfærslunum mínum. Í dag erum við Ósk fjögurra ára! Til hamingju með daginn okkar Óskin mín! ;) Það var 1. desember 2005 sem við byrjuðum saman þótt við værum sitt í hvoru landinu. Það er því kannski viðeigandi þótt það sé mjög svekkjandi að við séum ekki í sama landinu á þessum degi. Nei, það er ekkert viðeigandi, það er bara svekkjandi. En það líður ekki að löngu þangað til Óskin kemur aftur til mín og þá getum við fagnað saman. Ekki spillir fyrir að um leið og hún kemur heim þá á hún 25 ára afmæli sjálf! Það verður gaman og ég er farinn að hlakka mikið til.

Í dag fór ég til Linz í bíó þar sem voru sýndar stuttmyndir eftir nemendur í skólanum mínum í Hagenberg. Margar þeirra voru mjög flottar en því miður voru þær flestar á þýsku þannig að ég skildi ansi lítið. Við kíktum líka á jólamarkaðinn í miðbænum og á finnskan jólamarkað hvorki meira né minna! Við fórum þangað með finnskum vini okkar og hann spjallaði við allt sölufólkið á finnsku. Frekar súrealískt því maður býst ekki við svo norrænni stemmningu í Austurríki. Þetta er víst markaður sem ferðast um Austurríki (og kannski Þýskaland, man ekki alveg) en var að koma til fyrsta skipti til Linz. Ég smakkaði Gluhwein (heitt jóla-vín) og finnskan grillaðan lax sem var mjög gómsætur. Ég verð nú líka að koma því að að í dag keypti ég mér úlpu í dag, bara af því að hún var á 85% afslætti! Hún er reyndar mjög þægileg og ágætlega flott, en ég keypti hana aðallega útaf afslættinum. Gerir það mig að nýskupúka?

Maggi fjögurra ára og 10.000 daga gamli.